WBF er alls ekki stórt, né merkilegt, samband. WBC, IBF og WBA (þótt svo að hróður WBA hafi minnkað talsvert eftir að sá titill var tekinn af Lennox Lewis í dómstólum eftir sigur sinn á Evander Holyfield) hafa löngum verið talin sterkustu samböndin og WBO sambandið kemur sterkt inn á eftir þeim og þar á eftir IBO, IBA og öll þessi aulasambönd í halarófu á eftir.
Titlar hjá þessum minni samböndum eru ómarktækir þarsem að lítið er farið eftir styrkleika boxarana sem “reitaðir” eru af þessum samböndum. Oftastnær eru boxarar þarna reitaðir eftir því hversu duglegir þeir eru að berjast við aðra boxara á þeirra skrá og ekki er óalgengt að þekktir boxarar fái titla þessara sambanda nánast gefins bara uppá auglýsinguna. Vona að þetta skýri þetta aðeins betur fyrir þér.<br><br>—–
[Life sucks and then you die!]