Boxið gékk ótrúlega vel í Faxafeninu, þetta voru alls 16 bardagar, allt frá 9 ára krökkum og uppúr. Krakkarnir sýndu ótrúlega takta og unglingarnir voru að sýna að það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af framtíðinni hvað varðar boxið. Það voru nokkrir virkilega fínir bardagar en að ððrum ólöstuðum hefði ég kosið Ara í Hr bardagamann kvöldsins, hann fór 2 bardaga í röð og sýndi ótrúlega yfirvegun og góða tækni. Stærsti bardagi kvöldsins sem sennilegast var mest beðið eftir var samt þegar Arnar Bjarnason HR tók á móti Robba frá B.A.G. þetta var hörkubardagi og þó að Robbi hafi sýnt frábæra takta og staðið sig eins og hetja var Arnar yfir á stigum eftir 4 lotur og mjög jafnan bardaga, Arnar sýndi og sannaði að hann er einn sá alefnilegasti. Einnig verð ég að taka hattin ofan fyrir Axeli Borgþórssyni frá B.A.G. sem Barðist við Inga frá HR, Axel fór nokkuð örugglega með sigur af hólmi og sýndi frábæra takta, var virkilega afslappaður, rólegur og teknískur, takið eftir þessum dreng í framtíðinni, frábær frammistaða og hann á eftir að gera góða hluti ef hann heldur áfram á sömu braut. Það væri að æra óstöðugan að ætla að telja upp alla bardagana en síðast verð ég að minnast á stelpurnar þær Apríl Sól og Önnu, undirritaður hefur aldrei verið mikill aðdáandi kvennabox en þessar stelpur sýndu góða takta og greinilegt að stelpurnar geta þetta rétt eins og við strákarnir.