Þessi keppni var hrikalega flott. Showið í kringum þetta var bara rosalegt, maður gat bara ekki annað en hugsað: er þetta virkilega að ske hérna á ísland?.

En það spaugulegasta við þessa annars vel heppnuðu keppni var það, að það væri eins og dómarinn væri “mamma” íslensku boxaranna. Hann var að stoppa keppnina í tíma og ótíma ýmist til að girða boxarana(íslensku) eða laga gímuna.

Auðvitað eru þessir strákar bara að byrja að keppa svona í alvöru. En þetta var ekkert til að skammast sín fyrir þetta bara kryddaði þetta frábæra kvöld.

En afhverju mátti ekki heyra lýsingu Ómars og bubba í hátalarakerfinu í laugardalshöll, mér dettur samt í hug að það sé útaf því að það geti stressað boxaranna óþarflega mikið að heyra þessar óhefluðu og dásamlegu lýsingar þeirra.

Haldið þessu áfram.
Og til hamingju Íslendingar

Zimmmi