Miðað við frumraun,þá tókst þetta mjög vel.Ég fullyrði að uppsetningin er betri en sú sem maður sér t.d. í breska boxinu,þýska og danska, þar sem meira að segja er keppt um titla.En,í guðanna bænum,skipuleggjendur,ekki þessa hallærislegu kynningu fyrir hvern bardaga,þá meina ég setninguna“Heeeeefjum þá baaaaaaaaardagann”.Maður hreinlega roðnaði niður í litlutá)).Lofum Bandaríkjamanninum að eiga þetta.Það ætla ég að vona að svona atvik komi ekki fyrir aftur,atvikið þegar okkar manni var dæmdur sigur í 1.bardaganum.Algjört hneyksli og gerir ekkert annað en að eyðileggja þessa frábæru íþrótt,svona gera menn ekki.Strákarnir stóðu sig virkilega vel,allir upp til hópa,mikil efni á ferðinni.En Skúli,þessi ummæli þín í garð kananna litílækkuðu sjálfan þig,mjög svo ósmekklegt af þér og ég er hjartanlega sammála “mrjakob”.Svona lagað kemur mönnum alloft í klandur,jafnt inní sem utan hringsins.En þú stóðst þig vel,sem og allir aðrir.Dómarinn mjög góður,kann sitt fag.Annars er mér mjög minnistætt ummæli Bandaríska þjálfarans,um umgjörðina,íslendingarnir sem stóðu að þessari sýningu fá risastórt klapp á bakið frá mér og ábyggilega mörgum,mörgum öðrum,hjartanlega til hamingju.