Trinindar Talar um Vargas,Jones,og framtíð sína.
Felix Trinidat segir að allir hans bardagar séu mikilvægir,en hann sé sérstaklega spenntur fyrir þessum bardaga því að Fernando Vargas sem venjulega lætur föður sinn og Þjálfara,Don Felix,sjá um að tala, er að tjá sig um bardagann 2 desember og framtíðinna.
“Vargas hefur lofað að standa og berjast,og sagði opinberlega þegar hann sigraði Ike Quartey,að hann væri Mexikanskur boxari ,og Mexikanskur boxari flýr ekki,”Trinidad sagði .“ Ég á von að hann mæti ákveðinn til leiks,og af því að ég er undibúinn fyrir það,á ég eftir að sigra hann.”
Í mars fór Trinidad úr veltivigtinni,og sigraði WBA súperveltivigtarmeistarann David Reid,og tókst með því að stimpla sig inn sem besta 154 punda boxarann.En í apríl stimplaði hinn 22 ára Vargas sig inn með því að sigra Ike Quartey.
Báðir höfnuðu þeir að berjast við minni spámenn fyrr á þessu ári til þess að geta látið þennan draumabardaga verða að veruleika.Spurningin sem er á margra vörum er hvort Vargas er að fara í þennan bardaga of snemma á sínum ferli
“Ég veit ekki hvernig aldurinn mun hafa áhrif á hann,en ég er viss um að það hefur engin áhrif á mig,”sagði Trinidad.”Ég veit að með minn styrk og mína reynslu á Vargas ekki möguleika á að sigra mig.”
Þrátt fyrir að Trinidad sé frá Puorto Rico og Vargas (sem líkir sér við Azteka stríðsmann) sé Mexikóskur en uppalinn í Oxnard í Kaliforníu þá einskorast áhugi fólks á bardaganum ekki við spænskumælandi fólk heldur er allur boxheimurinn allur spenntur.Á pappírum er þetta bardagi ársins.Tölfræðin hjá Trinidad er 38 sigrar með 31 rothögg.Hann hefur sigrað fjóra meistara á ferlinum.Hector Camacho,Pernell Whitaker,Oskar de la Hoya og David Reid.Tölfræði Vargas er 20 sigrar með 18 rothögg.Hann hefur líka sigrað fjóra meistara. Yory Boy Campas,Raul Marquez,Ronald Wright and Ike Quartey.
Sigurveigarinn mun hampa bæði WBA og IBF 154 punda titlunum og mjög líklega verða valinn boxari ársins.
“Þetta er mikilvægur bardagi, en ég veit ekki hvort hann slær bardagann við de la Hoya út,”sagði Trinidad.”Allir mínir bardagar eru mikilvægir.Ég vona að almenningur taki þetta sem mikilvægan bardaga,vegna þess að ef ég sigra Vargas er ég að sameina tvo titla,bæta einum í safnið og sigra ósigraðan boxara.
Trinidad bætti við að með því að sigra í þessum bardaga muni hann stöðva allar vangaveltur um besta pund fyrir pund boxarann. WBA meistarinn er ekki sammála því að veltivigtarmeistarinn Shane Mosley og léttþungavigtar kóngurinn Roy Jones Jr séu ofar honum á listanum.
“Sú umræða gæti orðið útkljáð í hringnum einhvern daginn,”sagði hann.”Fólk veit alveg hver er bestur og það veit að sá besti er ég.Ég hef sigrað alla.Allir sem hafa verið settir í hringinn með mér hafa verið afgreiddir.Sama hvort þeir hétu Whitaker,Reid,De la Hoya.ég haf verið ósigraður í sjö ár og ég bregst aldrei fólki þegar ég stíg í hringinn.Bardagarnir mínir eru ávallt spennandi.
“Það er vafi í huga mínum að ég sé besti pund fyrir pund boxarinn í heiminum í dag og ég ætla að sýna það einhvern daginn.Ef það þýðir að ég þurfi að sigra Roy Jones þá ætti ég með því að vera búinn að sanna það fyrir heiminum að “TITO” Trinidad sé lang bestur.
Trinidad þurfti að ná 147 pundum jafnvel áður en hann vann IBF veltivigtar titilinn 1993.Hann átti í erfileikum að ná réttri þyngd fyrir 15 titilvarnir og var oft að ná af sér 18 pundum síðustu vikuna fyrir Vigtunina þau síðustu ár í þeim þyngdarflokki.Heimildir um að Trinidad vegi dags daglega um og yfir 170 pund,og staðreyndin að Jones ætli að fara niður í súper millivigt á næsta ári gefa þeim sögum byr undir báða vængi að Trinidad og Roy Jones Jr berjist draumabardagann á næsta ári.
Trinidad telur það vera raunhæft markmið.
“Strax eftir þennar bardaga við Vargas,ætla ég að fara upp í 160 pund þar sem ég mun verða meistari eftir að sigra [millivigtar kónginn William]Joppy, og eftir að erum við að hugsa um að fara upp í 168 pund og þá er ég til í að berjast við Roy Jones Jr ef hann kemur niður um flokk og vill berjast.”
“Og hver veit?Kannski gæti ég barist nokra bardaga í 175 pundum.En ég held að best væri fyrir mig að vera í 168 pundum.Það er þyngd sem að ég held að henti mér mjög vel .”
Ef það hlómar eins og Trinidad sé farinn að horfa of langt inn í framtíðinna þegar raunverulega ógnin er 2 desember,þá vill hann fullvissa fólk að hann sé alveg jafn einbeittur fyrir Vargas eins og fyrir bardaganna við Whitaker,Reid og De la Hoya.
“Vargas er í þessum hópi af því að hann er Heimsmeistari,og hefur varið titilinn nokkrum sinnum,”segir Trinidad.”Hann er ungur sterkur boxari,mjög hugrakkur í hringnum ,mjög ákveðinn og hefur mjög mikin fjölda af rothöggum sem gerir hann mjög hættulegan boxara.”
Ef Trinidad sigrar glæsilega þá munu Hnefaleika sérfræðingar setja Trinidad á stall sem einn af bestu boxurum Puerto Rico,en þar eru nöfn eins og Wilfredo Gomes og Wilfredo Benites.
“Ég hugsa ekkert um það,”segir Trinidad.”Ég mun halda áfram að berjast og safna fleiri sigrum fyrir mig og Puerto Rico,en ég hef engar áhyggur á hvaða stall ég verð settur í sögunni.”
“Íbúar Puerto Rico og heimsins vita hvar ég er núna.Ég held bara áfram að taka hvern dag fyrir sig og læt aðra um að dæma minn ferill .”
Þrátt fyrir ágreining á milli þeirra þá eiga Trinidad og Vargas margt sameiginlegt.Báðir ætla að leggja hanskana á hilluna í nánustu framtíð.Trinidad segir að hann ætli ekki einungis að hætta ósigraður heldur líka fjárhagslega öruggur og við góða heilsu.Eitthvað sem aðrar goðsagnir frá Poerto Rico tókst ekki að gera.
“Ég vil geta hætt við hestaheilsu og vel settur fjárhagslega,”sagði hann.”Ég vil vera heilsuhraustur til þess að ég geti notið þess sem ég hef afrekað ásamt fjölskildu minni.Ég hef ekki ákveðið dagsetningar en ég vil hætta ungur á hátindi ferils míns en ekki eftir að hafa meitt mig.”
“Það gæti gerst hvenær sem er en ég á von á að hætta ósigraður,og get þá hjálpað hnefaleikum á annan hátt.”