Jæja, það hefur loksinns verið staðfest. Roy Jones Jr. mun mæta Jonny Ruiz í bardaga um WBA heimsmeistaratitilinn í þungavigt þann 1. mars næstkomandi.
Takist Jones að sigra Ruiz mun hann skrifa sig inn í sögubækurnar sem fyrsti maðurinn til að vinna heimsmeistaratitla í millivigt, yfir-millivigt, létt-þungavigt og þungavigt en Jones mun líklegast vera einhverstaðar á bilinu 12-25 kílóum léttari en Ruiz þegar á hólmann er komið sem verður að þykja óhugnarlega mikið.
Mikið þras og vesen hefur verið í kringum bardagann en Jones hefur viljað mjóg góðann samning þarsem að hann er að taka gríðarlega áhættu með þessum bardaga og endaði með því að Jones fær 10 milljón dollara tryggða auk 60% hagnað af bardaganum beint í vasan en Ruiz fær ekkert tryggt og ekki nema 40% af gróðanum til sín sem hann veðrur svo að skipta með Don kallinum King sem er nú ekki þekktur fyrir að taka minnstu sneiðina af kökunni.
Jones mun biðja um undanþágu hjá IBF, WBC, og WBA samböndunum til að fá að fara aftur niður í Létt-þungavigtina eftir bardagann ef hann kýs að gera svo án þess að tapa titlum sínum í millitíðinni en ef hann kýs að verja WBA titil sinn í þungavigt (þ.e.a.s. ef hann vinnur)mun hann verða sviptur í létt-þungavigtinni.
Það verður að segjast að þetta sé mjög áhugaverður bardagi og verður spennandi að sjá hvernig Jones kemur út sem þungavigtari en ég held að hann ætti að geta tekið Ruiz með hraðanum og tækninni og ætla ég að voga mér að spá Jones sigri á stigum þrátt fyrir að rúmir 4 mánuðir séu enn í bardagann.