Roy Jones jr. er með 74“ faðm, 1,80m á hæð, 33 ára og hefur verið að berjast í kringum 175 pund sem er hámarkið á léttþungavigtinni. Hans tölur eru 47-1-0, þar af 38 rothögg.
John Ruiz er með 78” faðm, 1,88m á hæð, 30 ára og hefur verið að berjast í kringum 225 pund. Hans tölur eru 38-4-1, þar af 27 rothögg.
Ég held að reglurnar séu þannig að þú mátt alltaf berjast upp fyrir þig þannig að eftir því mega allir berjast í þungavigt þannig að hann þarf ekki að þyngja sig neitt frekar en hann vill. Hins vegar þegar boxarar eru að fara upp um flokk, þá eru líkur á að þeir sem eru þyngri séu höggþyngri þannig að maður sem er 60 kíló vill ábyggilega frekar vera góður í sínum flokki heldur en að vera laminn í spað af mönnum sem eru miklu þyngri. Þess vegna þyngja þeir sig til að fara upp. Hins vegar skiptir formið líka miklu máli og hefur gerst í þungavigtinni að léttari menn vinni þá sem eru miklu þyngri.