Mosley þótti lítið varið í De la Hoya á Laugardagi
Shane Mosley, sem sumir segja eina manninn sem í raun hefur sigrað Oscar de la Hoya, þótti Gulldrengurinn ekkert sértaklega tilkomumikill á Laugardaginn.
“Hann var ekki eins skarpur og hann var einu sinni,” sagði Mosley eftir að De la Hoya vann sinn besta sigur á ferlinum með tæknilegu rothöggi á Fernando Vargas í 11. lotu.
“Hann virkaði ekki eins öflugur,” sagði Mosley, sem verður næsti andstæðingur De la Hoya, nema Felix Trinidad hætti við að hætta.
Hann sagði að De la Hoya virkaði ekki eins og honum þætti “þægilegt” að nota nýju taktana sem hann hefur lært af Floyd Mayweather Sr. Þetta var þriðji bardagi De la Hoya með Mayweather, sem kallar sjálfan sig “besta þjálfara í heimi.” Þegar maður lítur á hlutina er erfitt að segja að það hafi verið Mayweather eða einhverju sem hann kenndi Oscar að þakka að sigur vannst.
“Sugar” Shane virðist ekki hafa miklar áhyggjur. Mosley brosti slóttugur og sagði halda að hann stæði mun betur að vígi þegar komið yrði fram í Maí.
Það kom honum á óvart hvernig De la Hoya barðist:
“Ég bjóst ekki við því að sjá hann með hendurnar niðri. Ég bjóst ekki við því að sjá hann sleginn með eins mörgum hægri höndum og hann fékk á sig. Ég bjóst ekki við því að hann myndi rota Vargas með vinstri krók.” Mosley er ekki að gleyma því að vinstri krókurinn er besta högg De la Hoya. Hann þekkir hnefaleika. Hann veit hvað hann er að horfa á. “Þetta var heljarinnar bardagi,” sagði Mosley.
De la Hoya mun berjast nokkra bardaga í viðbót. Mosley segir að sér hafi verið gefin dagsetningin 4. Maí fyrir annan bardaga við Gulldrenginn, sem gæfi honum kost á upphitunarbardaga í millitíðinni. Mosley hefur enn ekki barist í léttmillivigt. Líklegur andstæðingur var Javier Castillejo, Spánverjinn sem De la Hoya barði þegar hann steig upp í flokkinn. Mosley segir að það gæti orðið Daniel Santos, WBO titilhafinn. Castillejo hefur víst lítinn áhuga á að mæta Mosley.
Eftir blaðamannafundinn tókst Vernon Forrest loks að ná sér í hljóðnema og varpaði þeirri spurningu til De la Hoya, sem var að yfirgefa salinn, hvort hann myndi berjast við sig, heimsmeistarinn í veltivigt gegn heimsmeistaranum í léttmillivigt. De la Hoya hélt bara áfram að ganga í burtu. Þegar Forrest lét sjá sig á blaðamannafundinum eftir að Mosley sigraði De la Hoya, tók “Sugar” Shane mun betur í það. Hann gerði hlé á máli sínu, kynnti alla fyrir Forrest, manninn sem hafði sigrað sig í útsláttarkeppni fyrir ÓL í Barcelona (og átti eftir að sigra hann tvisvar enn), og sagði að hann myndi glaður mæta svo frábærum boxara.
De la Hoya mun aldrei berjast við náunga eins og Forrest, mann með góða hægri hendi. Ekki vegna þess að hann er heigull, heldur vegna þess að það eru slæm viðskipti.
Eins og hann sagði þá er hann ekki lengur renglulegur léttvigtarboxari. Maður er samt sem áður ekki viss um hversu höggþungur De la Hoya yrði á móti manni sem þreyttist ekki eins og Vargas gerði (Vargas hristi höggin af sér án nokkurra vandræða á meðan hann var óþreyttur), en hann sýndi annað sem skiptir meira máli: hann tók það besta frá hinum nautsterka “Ferlega” Fernando.
Í lokin setti hann Vargas í gólfið með þessum vinstri krók.
“Ég sé hvað hann var að reyna að gera,” sagði Mosley. “Honum þykir það ekki þægilegt. Þetta er honum ekki eðlilegt.”
Hann talaði um það að Mayweather væri að kenna De la Hoya að snúa öxlunum sem hluta af vörn sinni. “Þess vegna var hann sleginn svo oft með hægri hendi,” sagði Mosley.
Hann sagði að De la Hoya héldi vinstri höndinni að sér til þess að geta notað hann í þessa axlavörn og það hindraði hann í því að slá marga vinstri króka. De la Hoya sló oftar með hægri höndinni en hann hefur nokkru sinni gert en kannski ætti einhver að segja “besta þjálfara í heimi” að Oscar er í raun og veru örvhentur.
“Hann er að drepa vinstri krókinn (hjá Oscar),” sagði Mosley.
“Ég held að ástæðan fyrir rothögginu hafi verið að Vargas var örmagna af þreytu,” sagði Mosley. “Ég held að þeir hafi báðir verið örmagna.”
De la Hoya þreyttist eitt sinn illa í bardögum (gegn Trinidad, Mosley, Miguel Angel Gonzalez, John-John Molina). Kannski var það helst þar sem styrkur Mayweather lá. De la Hoya fór að ráða ferðinni eftir því sem á leið bardagann.
Það var Vargas, sem einnig hefur átt við úthaldsvandamál að stríða, sem dalaði illa, fyrir hörku góða 9. lotu, þegar Oscar virtist vera að hvíla sig.
“Fernando var við stjórnvölinn,” sagði Mosley. “Fernando hefði unnið bardagann.”