Jæja, það kom ekki mikið á óvart í nótt þegar Roy Jones Jr. varði alla sína fjölmörgu léttþungarvigtartitla gegn nr. 1 áskoranda WBC sambandsinns, Clinton Woods.
Jones kom inn í hringinn lipsyncandi eitthvað lag eftir sjálfann sig klæddur í einhverskonar hólk, alltasaman frekar silly eitthvað en um leið og bjallan glumdi tók maður mannin alvarlega.
Sólin skein aldrei hjá Clinton Woods þetta kvöld, hann var laminn sundur og saman þessar 6 lotur sem bardaginn stóð en það veðrur ekki tekið frá honum að hann hafði hjarta og bardagavilja, eina glætan sem sást hjá Woods var flétta sem hann náði á Jones meðan hann lá upp við kaðlana en hún taldist nú samt varla marktæk.
Hornið hanns Woods stöðvaði svo bardagann þegar 1 mínúa og 29 sekúndur voru liðnar af 6. lotunni en þessi lota er ein sú einhæfasta sem ég hef séð í langan tíma þarsem Jones bombaði Woods í tíma og ótíma að vild.
Jones þakkaði síðan guði og öllu því kjaftæði eftir bardagann og sagði jafnframt að honum langaði mest í Johnny Ruiz næst, þ.e. ef að WBA sambandið samþykkir bardagann og almenningur sýnir nægann áhuga en ég held að það verði ekki vandamál.
Annars ef að sá bardagi gengur ekki mun Antonio Tarver vera næstur en hann er nr. 1 áskorandi hjá nokkrum samböndum en hann og Jones mættust einmitt þegar þeir voru 13 ára gamlir.
Enn og aftur höfum við fengið sð sjá ómannlega hæfileika Roy Jones Jr. og held ég að enginn geti deilt við þá staðreynd að hann er besti boxari vealdar pund fyrir pund þessa dagana þrátt fyrir skort á marktækum andstæðingum. Hann virðist einfaldlega vera gallalaus sem hnefaleikari og ekki er líklegt að margir séu eftir í heiminum sem geti sigrað hann, allavegana ekki fyrir neðan þungavigtina!