Er án efa einn af nokkrum blökkumönum sem hafa haft mikil áhrif á amerískt þjóðfélag og boxmenninguna. Hann var einn af fyrstu brautriðjendum fyrir svarta kynstofninn. Svo mér datt í hug að skrifa aðeins um hans líf feril og hvað hann hefur haft mikil áhrif á svartakynstofninn.
Joe Louis
Fæddur:13. maí 1914
Látin:12. apríl 1991
Þjóðerni:Bandarískur
Gerðist atvinnuboxari árið 1934
Heimsmeistari í þungavigt: 1937-1949
Sigrar:68 Töp:3 Jafntefli:0 Sigrar á rothöggi:54
Það eru öruglega mjög margir sem halda bara að box sé bara eithver blóðug, hættuleg, eða ekki fyrirmyndar íþrótt, en box er dáldið mikið meira heldur þetta box hefur oft tengst pólitík og sérstaklega kynþáttafordómum. Má þar taka sem dæmi þegar Joe Louis var að keppa á móti Max Schmeling sem hann fór tvisvar sinnum í, en þetta var bara á pólitískumnótum þá var Hitler ný komin til valda þá og það voru bara mjög einnföld skilaboð ,,Sigraðu svarta svínið og sýndu heiminum yfirburði hvíta kynstofnsins´´ og þá þurfti líka Franklin D. Roosevelt að láta vita að hann studdi við bakið á sínum manni. En það er hægt að telja upp mörg svona dæmi en ég er að tala um Joe Louis og hvernig hann og Jack Johnson breytu því hvernig hvítimaðurinn leit á svertingja.
Joe Louis(Brown Bomber) var einn af 15 systkynum, þegar hann var tólf ára þá þurfti að hætta í skóla og byrja að vinna fyrir fjölskylduni sinni og öll laun hans fóru beint í það að kaupa mat og föt á systkinin sínn. En um leiða og hann var komin úr vinnuni þá var það fyrsta sem gerði um leið og hann var búinn að gera það sem þurfti að gera í kringum húsið þá fór hann til frænda síns sem kenndi honum að boxa. Frændi hans sá strax að hann var mikið efni í mjög góðan boxara. Frá árinu 1934 þá sáu allir boxsérfræðingar þennan unga man vinna hvaða einustu lífveru sem skipti máli í þungavigtini. Hann var svo mikil yfirburðar maður þegar hann var upp á sitt besta að það var ekki einu sinni hlægilegt hann var það sem margir boxaðdáendur kalla vírótus eða með öðrum orðum það sem er fyrir ofan hið mannlega. Hann rotaði hvern boxaran
á eftir öðrum, hann var á tímabillinu 1937-1949 með lang bestu rothögarprósentu frá upphafi. Það var ekki til svertingji á þessum tíma sem leit ekki upp til hans.
Hann var eiginlega fyrsti svertingjinn sem gaf svertingjum þá von að þeir eru ekki verri heldur en hvítimaðurinn í neinu öðru. En svo kom að því að Joe Louis hætti árið 1949 eða reyndar tók sér bara eitt ár í hvíld frá boxinu. Hann snéri bara aftur að því að hann skuldaði svo mikið bæði umboðsmanninum sínnum og síðan í skatta og sumir halda að hann hafi verið byrjaður að mála hjá mafíuni. En eins og orðatiltakið segir the bigger they get the harder they fall þá er lífið ekki bara dans á rósum. Hann hélt að hann væri en svo mikil yfirburðar boxari að hann gæti bara farið í hvern sem er en svo var ekki plús að núna var aldurinn farinn að segja til sín. Hann byrjaði á því að fara í Ezzard Charles en hann tapaði fyrir honum í 15 lotu á stigum og síðan fór hann svo á móti einum besta boxara sögunar Rocky Marciano. Marciano svoleiðis barði Louis út fyrir kaðlana að það var gráttlegt sá bardagi endaði í 8 lotu á rothöggi. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir hann og sérstaklega fyrir svertingja því núna var enginn sem gat virkilega sýnt heiminum að þeir eru ekkert öðruvísi heldur en aðrir.
Eftir þessa bardaga þá lenti hann í miklum penninga vandræðum og síðan fór hann að drekka mjög mikið, það voru margir söfnuðir stofnaðir af aðdáendum hans til þess að afla fjár en hann bara eyddi honum strax aftur bara í eithverja vitleysu. Svona hélt þetta alveg áfram þanngað til 12 april, 1981 en þá lést hann af hári elli.
Ég vona að þið kæru lesendur hafið haft gaman af því að fræðast um einn af áhrifamestu boxurum fyrr og síðar. Þetta er annar hluti af seríu sem heitir kynþáttafordómar.
Framhald…
Kveðja DFSaint