Án efa einn vinsælasti fjarðurvigtarboxari samtímans Johnny Tapia er meiddur eftir að hafa verið að spila körfubolta. Ekki er vitað hve alvarleg þessi meiðsl eru: En búist er við því að hann hætti þá við að berjast á góðgerðarhátíð í Santa Ana Pueblo New Mexico 6 september næstkomandi.
Tapia hefur verið mikið í sviðsljósinu upp á síðkastið. Það hefur verið að tala um bardaga á milli hans og Barrera næstkomandi Nóvember. Báðir eru þetta frábærir boxarar hvor á sínu sviði svo við skulum vona það að það verði að honum helst sem fyrst. Og svona til gamans má geta þá eru Barerra og Tapia mjög góðir vinir og koma mjög oft á bardaga hvor hjá öðrum.
Síðan hefur líka verið að tala um að Tapia og Paulie Ayala en þar hefur Tapia mikils að hefna því Ayala hefur unnið Tapia tvisvar á dómaraskandal. Þriðji bardagi þeirra á milli hefur lengi verið til tals en ekkert komist áleiðis, en við skulum vona að hann verði eitthverntíman að veruleika.
Síðan hefur verið að tala um Prinsinn og tapia en eins og hvernig Prinsinn stendur í dag þá held ég að þessi bardagi verði ekki að veruleika því prinsinn er nefnilega þjálfara laus núna.
En hvað finnst ykkur kæru hugarar?
Kveðja DFSaint