Sælt veri fólkið.
Það er mjög gaman að lesa og fylgjast með þessu áhugamáli.
Sjálfur er ég mikil sjónvarps áhugamaður á box. Þ.e.a.s horfi oftar en ekki alltaf á box þegar það er sýnt í sjónvarpi.
Svo ég er allveg vel sáttu við það er að gerast á þessu áhugamáli. En það er reyndar svolítið sem er að hrjá mig(kallið þetta kerlingar væl ef þið viljið).
En mér finnst alveg vanta alla umfjölun um íslenska boxara. Já eða einhvað info um æfingar,tíma, þjálfara og hvað er að gerast hjá gymunum hérna á Íslandi ef einhvað er þá að gerast. Þótt að ég hafi gaman að erlendum boxurum þá hef ég líka áhuga á að vita um það sem er að gerast á íslandi. Svo ég spyr.. hvað er að gerast hérna og við hverju er hægt að búast á næsta íslandsmóti.. eða hvenær verður næsta mót hérna á íslandi.
p.s. til admin á þessu áhugamáli.
Það vantar allt info um æfinga tíma hjá gymum eða eru kannski engin gym hérna á íslandi sem hægt er að æfa hjá.