Ég hef verið Klitschko fan síðan í apríl 1997 og ég kom upplýsingum um þá bræður til Bubba og Ómars í september 1998, Ómar sýndi þeim áhuga en Bubbi gaf skít í þá og sagði í beinni að enginn hvítur boxari ætti möguleika á að ná langt í framtíðinni, svo mörg voru þau orð, Ómar þagði eftir það!.
Ég hins vegar held að Wladimir ætti að bíða í ca eitt ár með að slást við Lewis vegna þess að Lewis er bæði fljótari og reyndari boxari en Wlad, þó er ég ekki í vafa um að eina ógn Lewis í dag sé Wlad vegna þess að Wlad er hugsuður og er ekki með verri stungur en Lewis, Wlad er seinni en höggþýngri en Lewis. Lewis er ekki vanur svona stungumanni á móti sér.
Það hefur ekkert reynt á kinn Wladimirs en við vitum allir hvernig kinn Lewis hefur, Wlad hefur eitt fram yfir Lewis sem er flétta með vinstri stungum og vinstri krókum á sama tíma en Lewis er meira í Vinstri stungum með hægri krók, það er mikill munur á vegna þess að Lewis mun sennilega alltaf vera að bíða eftir hægri krók frá wlad en fær í stað vinstri krók, síðan þegar hann á síst von á hægri krók þá mun hann koma með tilheyrandi fuglasöngi og flugeldasýningu fyrir Lewis því hægri hönd wladimirs á jú að vera powerhöndin þó hann roti oftast með vinstri, þetta segir kanski hversu höggþungur Wlad er í raun.
Ef Wladimir getur forðast upphögg frá Lewis þá mun hann sigra en ef Wladimir fer inn og reynir að hnoðast í faðmlögum og tilheyrandi mun Lewis eiga auðveldan bardaga. návígi og upphögg Wladimirs eru ekki nógu góð, allavega ekki ennþá.
Varðandi vörnina hjá Wladimir má sjá veikleika, allavega finnst mér það áhyggjuefni þegar maður eins og Ray Mercer nær stungum inn hvað eftir annað, þó það hafi ekki haft mikil áhrif í bardaganum mátti sjá ummerki á Wlad eftir Mercer.
Hvernig myndi Wlad bregðast við stungum frá Lewis, og sömuleiðis Lewis varðandi þungar stungur Wladimirs.
Wladimir er læknir að mennt eins og bróðir hans Vitali sem segir okkur að þeir eru ekki vitlausir, enda eru báðir miklir skákáhugamenn og buðu Lewis að keppa við sig í skák en Lewis sem líka er mikill skákáhugamaður hefur ekki viljað taka tilboðinu, allavega ekki ennþá.
Ég á nánast alla bardaga Klitschko bræðra á spólum og ég hef séð miklar framfarir þó sérstaklega á Wladimir Klitschko síðan hann tapaði fyrir Ross Puritty, Það tap hefur hjálpað honum mikið, en ég nenni ekki að útskýra það nánar, allavega ekki núna.
Ég sagði við Bubba að ef hann vildi myndi ég senda honum alla þá bardaga sem ég ætti á spólum með Klitschko bræðrum en hann afþakkaði það og sagðist vera búinn að sjá það sem hann vildi sjá með þeim enda væri engin framtíð í þeim bræðrum í þungavigtinni, það var árið 2000.
Ég vona bara að þú hafir rétt fyrir þér truexxxlie vegna þess að ég mun hoppa hæð mína og hugsa til Bubba þegar Wladimir Klitschko Tekur beltin af Lewis.
kv
Jonagre