Það var fjör í nótt þegar WBC fjaðurvigtarmeistarinn Erik Morales og Prinsaslátrarinn Marco Antonio Barrera mættust í annað skiptið.
Fyrri bardagi þeirra er að mörgum talinn einn besti fjaðurvigtarbardagi allra tíma en Morales fékk mjög umdeildan úrskurð sér í hag í þeim bardaga sem kynnti ennþá meira undir “rematch”.
Mikið hatur hefur verið á milli þessara stoltu mexíkana fyrir bardagann og ýmislegt gengið á. T.a.m. kýldi Barrera Morales á kynningarfundi fyrir bardagan fyrr á árinu og hafa þeir ekki vandað hvorum öðrum kveðjurnar eftir það.
Barrera kom inn í hringin talinn sigurstranglegri af bæði veðbönkum og sérfræðingum þrátt fyrir að vera áskorandi.
Barrera tók þó þá ákvörðun að hann mundi ekki taka við WBC beltinu ef hann mundi sigra, hann tók ekki fram afhverju hann tók þessa ákvörðun en líklegast hefur það eitthvað með að gera að mæta prinsinum aftur en hann er aðeins nr. 7 á áskorendalista WBC og yrði sá bardagi líklegast ekki viðurkenndur sem titilbardagi af sambandinu.
Jæja, þá að bardaganum sjálfum.
Morales byrjaði með gífulegri pressu, Barrera pakkaði í vörn og reindi að koma inn krókum en virtist einhæfur til að byrja með, bardaginn hélt svona áfram fram í 7. lotu þegar Morales kom inn góðu skrokkhöggi sem dómarinn, Jay Nadi, dæmdi sem “hras” á einhvern undraverðan hátt! Morales vann þó lotuna en á þessum punktu fór bardaginn að snúast við, það fór aðeins að hægja á Morales og hægra augað var farið að bólgna ýskiggilega mikið. Barrera fór að sækja meira og næði í bæði 8. og 9. lotuna.
10. lotan var jöfn en ég gaf Morales hana fyrir að koma inn mjög góðum skrokkhöggum. Barrera pressaði Morales, sem var nánast orðinn eineygður, í 11. lotunni og tók hana.
12 lotan telst vera klassík þarsem Barrera kom inn mörgum frábærum höggum en Morales snéri blaðinu við og vankaði Barrera og það endaði með að þessir ótrúlegu bardagamenn stóðu inn í miðjum hringnum og skiptust á höggum, ekkert bensín eftir í tankunum, bara stolt!
Ég skoraði bardagann 116-112 Morales í vil.
Dómararnir höfðu aðra sögu að segja, þeir skoruðu bardagann 116-112 og 115-113 (tvisvar) Barrera í vil! Ég hef ekki hugmynd um hvaða bardaga þetta fólk var að horfa á. Kannski fyrri bardagann, þarsem þessir dómar hefðu verið ásættanlegir, en greinilega voru þau að horfa á einhvern allt annan bardaga heldur en þann bardaga sem fram fór í MGM Grand í Las Vegas í nótt!
Kannski var þetta sárabót fyrir Barrera sem var rændur í fyrri bardaganum, en það gerir þetta ekkert betra. Tvennt rangt gerir ekki rétt eins og maðurinn sagði og finnst mér þetta aðeins til að draga trúveðruleika frá íþróttinni!
Ég held það sé kominn tími til að endurskipuleggja dómarakerfið í atvinnumannahnefaleikum, allavegana auka eftirlit með dómurum og herða allar reglurgerðir gagnhvart röngum dómum og jafnvel svindli því maður fær illt fyrir hjartað þegar maður sér svona lélega og skemmandi dóma því að í þessari íþrótt ráða dómararnir öllu um feril þess manns sem þeir eru að dæma, eitt tap og þá er ferillinn búinn, þannig að einn rangur dómur getur kostað boxara allan ferilinn, sett á hann blett sem fylgir honum alla tíð og það gerðist í nótt og við skulum vona að eitthvað verði gert til að svona hlutir gerist ekki oftar!