Jæja, þá eru línurnar aðeins farnar að skýrast í þungavigtinni.
Tyson goðsögnin er horfin, Lewis hefur ekkert lengur til að sanna.
Persónulega vona ég að þeir hætti báðir núna þótt mér finnist það ólíklegt.
Ég sé þetta þróast þannig að Lennox Lewis fari í Chris Byrd, sem hann ætti að sigra.
Ég vona svo innilega til guðs að Mike Tyson hætti núna, hann fór út í gær að hætti sanns meistara, hann gerði allt sem hann gat og meira til en það var einfaldlega ekki nóg, hann sýndi hjarta, vilja og styrk og finnst mér þessi bardagi hafa verið viss syndaaflausn fyrir Tyson. Þótt hann hafi tapað eins og hann tapaði þá er Tysoninn sem við sáum í gær Tysoninn sem ég vill muna eftir, stríðsmaðurinn sem reið í síðasta skipti inn í orrustu gegn ofurliði og barðist til síðasta blóðdropa!
En, ég er ekki viss um að Mike Tyson kunni að hætta, eins og hann sagði í gær eftir bardagann þá vill hann rematch, við vitum öll að það á ekki eftir að gerast, og ef hann fær ekki rematch hvað þá?
Hinn ávalt hættulegi Ray Mercer mætir Wladimir Klitchko 29. þessa mánaðar og þá munu línurnar skýrast enn frekar. Allt bendir til þess að Klitchkoinn taki þetta en Mercer á alltaf séns og ef að Mercer vinnur þá á Tyson þann möguleika að berjast við Mercer um WBO beltið í bardaga sem gæti svosem verið skemmtilegur.
Síðan er náttúrulega alltaf sénsinn á því að Lewis hætti núna og að beltin fari í allar áttir, og þá getur Tyson reint að byrja að safna aftur. Þrátt fyrir að vera aðeins daufur skuggi af sjálfum sér þá held ég að Tyson sé enn nógu góður til að klára marga þessa blöðruseli sem eru í þessum þyngdarflokki núna, að undanskildum Klitchko bræðrunum, Ég held samt að þeir fái ekki titilskot strax.
Bandaríkjamenn þekkja þá ekki og þarafleiðandi eru þeir ekki markaðsvænir, auk þess held ég að samböndin vilji ekki sjá titlana sína í einhverju austantjaldslandi, það vita allir að þeir vilja helst sjá þá heima í Bandaríkjunum þannig að ég held að pólitíkin muni aftra þeim lengi vel.
Síðan er það náttúrulega Holyfield spuningamerkið, hann sýndi um daginn að hann á meira eftir en nokkrum manni datt í hug en hversu mikið það er veit enginn.
WBA titillinn hefur svo gott sem misst allan trúverðugleika og enginn heilvita maður lítur á Johnny Ruiz sem heimsklassa boxara, hvað þá heimsmeistara þannig að ég held að hann sé varla inn í dæminu. Hasim Rahman er búinn að sanna fyrir fullt og allt að hann er ekkert, ekkert meira hægt að segja um það. David Tua er ávalt hættulegur en hann er einfaldlega of einhæfur til að endast.
Chris Byrd er sleipur boxari en hann er einfaldlega ekki nógu líkamlega stór til að fara í þessa stórkarla, hann á heima í milliþungavigtinni eða léttþungavigtinni.
Michael Grant getur komið til baka, hann hefur sannað að hann hefur algjöran glerkjálka en ef hann lærir að nota stunguna sína rétt til að halda höggunum frá sér líkt og Lewis gerir þá getur hann orðið afl, honum var nánast tortýmt af Andrew Golota vegna kæruleysis og engrar varnar og við sáum öll hvað gerðist á móti Lewis. Síðan held ég að bardaginn gegn Jameel McCline hafi verið óheppni, McCline náði honum niður en þetta var “flash knockdown”, Grant virtist ekki vera vankaður en hann snéri sig hinnsvegar illa og gat ekki haldið áfram.
Síðan er það Jameel McCline, sem hefur verið að sigra nokkuð sterka andstæðinga upp á síkastið, þar á meðal Michael Grant og GOOFi Whitaker sem ég nenni ekki að eyða orðum í. Persónulega hef ég ekki mikla trú á McCline, hann er agaður og með fína stungu en ég á eftir að sjá hann taka gaura eins og Mercer, Byrd og fleiri sem standa ekki kjurrir fyrir framan hann með skotskífu á hausnum á sér eins og Goofi gerði.
Fres Oquendo átti að vera bjargvættur þungavigtarinnar en hann var rotaður af David Tua um daginn þrátt fyrir að hafa útboxað Tua fyrstu 8 loturnar, það segir samt ekki mikið því að Tua er útboxaður af nánast öllum áður en hann trukkar þá niður með upphöggi eða vinstri krók.
Sá maður sem ég persónulega hef mesta trú á í þessari vigt er Kirk Johnsson sem mætir einmitt John Ruiz þann 27. júlí næstkomandi og verður barist um WBA beltið.
Johnsson er ósigraður með eitt jafntefli og getur verið gríðarlega teknískur og skemmtilegur þegar hann nennir því, en hann nennir því ekki oft. Ég vona að það sé metnaðarleysi ganghvart slökum andstæðingum sem veldur þessum letitímabilum inni í hringnum hjá honum og vona ég að hann skýni gegn alvöru andstæðingum því að hann getur verið alveg hreint ótrúlegur á köflum.
Jæja, hver er þá staðan?
Lewis er með öll þau belti sem vert er að minnast á, hann hefur ekkert að sanna, hann þarf ekkert að fara í Klitchko bræðurna, þeir hafa ekkert gert til að versðkulda titilskot ennþá að mínu mati nema bara hafa ofboðslega mikið “Potential” til að verða frábærir. Eini marktæki andstæðingurinn á lista Wladimirs er Chris Byrd. Sama hjá Vitali, Byrd er sá eini vem vert er að minnast á. Þeir geta orðið frábærir en þurfa í mínum augum að sanna sig betur.
Síðan er það Tyson spurningamerkið sem ég vona að veðri svarað fljótlega því ég neita að horfa upp á stríðsmannin enda sem “undercard” boxara sem berst við blöðrur bara fyrir peningin.
Allavegana eru svartir tímar framundan, engin spenna, enginn X-factor eins og Tyson. Sama hvað hver segir um Tyson og framferði hanns og hæfileika þá hélt hann þessari vigt gangandi, ég hefði persónulega ekki haft áhuga á að horfa á Lewis berja einhverja aumingja endlaust áfram án þess að hafa þessa Tyson ógn yfir öllu, sama þótt hún hafi verið óraunveruleg, Núna er þetta orðið eins og bíómynd með hetju sem hefur engann erkióvin heldur bara fullt af littlum smákrimmum til að sigra, hver nennir að horfa á þannig myndir? Ekki ég.