Jæja, það gerðist.
Maður bjóst svossum alveg við því en það er samt sárt.
Goðsögnin féll, Tyson tapað9i og það afgerandi, hann tapaði 6 lotum af þeim 8 sem þeir börðust áður en hann laut í duftið í 8. lotu. Lennox var einfaldlega of sterkur og Tyson hafði ekkert svar við stungunni. Hann var skugginn af sjálfum sér.
Ég stend við orð mín og mun snæða hunangsgrillaðan hatt minn á morgun.
Ok, bardaginn byrjaði á því að báðir kapparnir byrjuðu aggressívir, Tyson kom inn nokkrum góðum stungum og tók fyrstu lotuna, síðan fór Lewis að Dóminera með stunguni og Tyson hafði ekkert svar, það sama gerðist og í Tyson-Holyfield 1, ekkert plan B.
Ég hef fundið aukna virðingu fyrir Lennox Lewis eftir þennan bardaga en ég er samt ekki ennþá aðdáandi, hann er of hrokafullur fyrir mig, han var skemmtilegri áður en hann varð meistari.
Tyson, öllum að óvörum, braut minna af sér í þessum bardaga heldur en Lewis. Lennox hélt ítrekað og lagðist ofan á Tyson í hvert skipti til að þreyta hann. Þetta plan og Tyson var búinn að missa allan hraða fyrir 4. lotur, hann var bara að leita að þessu eina höggi.
En það högg kom aldrei, Lewis sló Tyson niður í 8. en Tyson stóð á fætur eins og sannur bardagamaður og hélt áfram, en Lewis var einfaldlega of sterkur og gosögnin féll fyrir fullt og allt undir lok 8. lotu.
Tyson var auðmjúkur eftur bardagann og þakkaði Lewis fyrir að gefa sér tækifæri á að berjast um titilinn, hann sagði að hann bæri engar tilfinningar tuil Lewisar nema góðar og allt sem gerðist í kringum bardagann hafi verið show til að selja miða.
Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir Tyson að hætta. Ef hann hættir núna þá hættir hann eins og hann sjálfur trúir að meistarar eigi að hætta, á bakinu.
Hann hefur áður að hann skoldi ekki meistara sem hættu með beltin sín, hann trúir því að sannur meistari falli, liggji með skjöldin við hlið sér á bakinu með enga leið til að halda áfram, það sé leið hinns sanna strísðmanns og hann sannaði í kvöld að hann hefur hjarta stríðsmannsinns þótt að hæfileikarnir séu ekki endilega lengur fyrir hendi. Ég er vonsvikin en samt ótrúlega stoltur af mínum manni fyrir að hafa barist jafn hetjulega og hann gerði, tekið þau högg sem hann tók og tekið þessu tapi á sama hátt og hann gerði.
Sama hvernig sagan mun dæma Mike Tyson mun ég allavegana alltaf muna eftir honum sem sönnum stríðsmanni sem barðist til síðasta blóðdropa!