Felix “Tito” Trinidad sigraði frakkan Hacine Cherifi í 4. lotu bardaga þeirra sem fram fór í heimalandi Tito, Puerto Rico.

Trinidad pressaði strax í fyrstu lotu og leit hann ótrúlega fersklega út miðað við að þetta var hanns fyrsti bardagi eftir slæmt tap á móti Bernard Hopkins í september.
Trinidad hélt áfram að pressa stíft í annari lotu og notaði vinstri stunguna vel til að opna Cherifi, sem virtist mjög svo hikandi á móti Trinidad og gerði lítið annað en að skjóta inn einstaka stungu. Í þriðju lotu tókst Trinidad að koma Cherifi niður með góðri hægri hönd en Cherifi hélt sér á lífi út þá lotu.
Cherifi virtist óöruggur þegar hann kom inn í fjórðu og var nánast hættur að svara árásum Trinidad, fljótlega kom Trinidad inn allsvakalegri hægri hendi sem snéri Cherifi nánast úr hálslið en fyrir einhverskonar kraftaverka sakir tókst frakkanum að standa upp og sannfæra dómaran um að hann væri ennþá á lífi. Stuttu seinna slökti þó Trinidad í þeirri lífsglætu með annari hægri hönd sem sendi Cherifi niður, frakkin stóð þó aftur upp en virtist halda að hann væri bara heima í stofu að horfa á sjónvarpið (sem hann á kannski best heima) þannig að dómarinn sá sér þann kost vænstan að veifa bardagann að. opinber tími var 2 mínútur og 32 sekúndur af 4. lotu.

Eftir bardagann sagðist Trinidad helst vilja fá annan bardaga við Bernard Hopkins en að Oscar De La Hoya væri þó enn inn í myndinni.