Það er ekki eins og Tyson hafi aldrei tapað!!!
Bull og vitleysa hjá þér friðfinnur að halda því fram að hausinn á Lewis verði sigtaður út af Tyson, Það mun ekki gerast frekar en hjá Tua, Briggs, Zeljko Mavrovic eða öðrum Micheal Grant gerði mistök með að rjúka í Lewis og Tyson gæti fallið í þá gryfju líka.
Briggs átti ekki glætu þó hann hafi náð nokkrum höggum á Lewis,Zeljko Mavrovic stóð sig vel gegn Lewis en var hvorki nógu líkamlega sterkur né stór til að klára dæmið, Lewis hefur tapað tvisvar og í bæði skiptin var hann rotaður illa, en gegn McCall var það heppni í McCall bardaganum sótti Lewis of greitt og féll í þá gryfju að ganga inn í högg McCalls sama gerðist hjá Botha Gegn Tyson, Botha var að rústa Tyson með sama stíl og Holyfield notaði gegn Tyson, Þegar Lewis fór í fyrri bardagann gegn Rahman var hann gersamlega óþjálfaður og vanmat Rahman en eins og þið vitið gerir Lewis ekki svoleiðis mistök tvisvar, það er nú bara þannig í boxinu að allir geta unnið alla með Lucky punchi eða þegar um vanmat er að ræða.
Lewis er ekki að fara í sinn fyrsta titilbardaga á ferlinum.
Ég hef ekki séð neitt af viti frá Tyson síðan hann kom úr fangelsinu nema kanski gegn Bruno en það er eina skiptið sem hann klárar bardaga með alvöru fléttu og fleiri höggum en einu.
Mín spá. Tyson er þegar farinn á Taugum löngu fyrir bardagann og hann verður enn einu sinni til vandræða í hringnum, Hann hefur verið með jámenn og rappara í kring um sig undanfarin ár sem samþykkja allt sem hann segir og gerir, enda hefur það sýnt sig að hann er illa veikur þegar maður sér kommentin sem hafa komið frá honum að undanförnu.
það eina sem ég fæ út úr því er að hann hefur verið forritaður af einhverju rappara og skoppara lýð sem eru ekkert annað blóðsugur á skynni Tysons.
Talandi um veika kinn!!!!Tyrrell Biggs,Gary Mason,Donovan “Razor” Ruddock,Tony Tucker,Frank Bruno,Phil Jackson,Henry Akinwande,Lionel Butler,Tommy Morrison,Ray Mercer,Andrew Golota,Shannon Briggs,Evander Holyfield,Michael Grant,David Tua,Franz Botha,
Þetta eru allir rotarar fyrir utan Tyrrell Biggs og Kinn Lewis hefur ÞOLAÐ högg frá öllum þeim mönnum sem ég nefni hér að ofan nema kanski Golota, því ef ég man rétt þá náði golota aldrei höggi á Lewis í þeim bardaga.
Lewis er heill á geði og mjög svo tilbúinn í þennann bardaga svo ég spái Lewis sigri í 7 lotu með Rosalegum hægri krók eftir að vera búinn að stinga beinni vinstri á Tyson í 6 lotur,
Tyson mun sjá það í þessum bardaga að hann á ekkert erindi í þá bestu aftur,ALDREI! Endurkoma Tysons sem einn af þeim bestu er bara bóla sem springur þann 8 Júní næstkomandi.
Málið er einfaldlega “Styles make fights”, Lennox Lewis er tailormade fyrir Mike Tyson, eins og Evander Holyfield sagði þegar hann var spurður út í þetta: “Ég er tilbúinn að veðja öllum mínum eigum á Tyson sigur í þessum bardaga, fólk talar um að Lewis sé of stór, of sterkur en fólk veðrur að muna að Tyson hefur gert það að atvinnu sinni að komast undir stungu hjá stærri mönnum”, og hann kallinn hefur jú staðið á móti þessum tveimur tvívegis hvorum. Málið er að Lennox Lewsi gengur lang best þegar hann counterpunchar, lefir andstæðningum að koma til sín og sringur hann í burtu. Maður counterpunchar Mike Tyson ekki, það virkar ekki, bæði Holyfield og Botha neiddu Tyson í counterpuncher stöðuna með því að vera aggressívir, og Mike Tyson kann ekki að beita ganghöggum, hann er bara með einn gír og hann er áfram. Lews hefur heldur aldrei vegnað vel þegar hann þarf að sækja, hann sótti á mótu Grant en það er vart makrtækt því að Andrew Golota rotaði Grant nánast í þeirra bardaga og tapaði aðeins fyrir sinn eigin aumingdóm og Lewis sótti reindar á móti Golata líka en Golata er aumingi sem lét Michael Grant rota sig ;) Annars er Lewis glataður sóknarboxari, þú nefnir þessa merku rotara þarna, engann þeirra má kalla handrhraðan, eða tækniboxara, auk þess stal Lennox Lewis Mercer bardaganum, Ray Mercer átti þann bardaga og var það dómaraskandall að hann skuli ekki hafa unnið.
Og þetta með að commentin frá Mike Tyson séu e-ð sérstaklega dýrsleg núna sýnir bara hversu lítið þú veist um Mike Tyson. Hann hefur ALLTAF verið svona. 1990 sagði hann í viðtali að hann vildi helst hitta boxara í nefið því að þá væru mestar líkur að hann gæti barið það upp í heilann á þeim, hann hefur talað um að rista höfuðið af andstæðingum sínum og hengja það upp í hæusinu sínu og hann sagði að einn andstæðingurinn hafði hljómað eins og öskrandi kona þegar hann kýldi hann! NEWSFLASH: Svona er Mike Tyson! Hann er með stórann munn og hefur alltaf verið með! Þetta er ekkert nýtt!
Ég stend fast við spá mína um að Lennox Lewis verði rotaður og það snemma þann 8. júní en ég held hinnsvegar að Lwis geti útboxað hann ef að bardaginn dregst lengur en 7 eða 8 lotur.
0
Ég er sammála þér að Ray Mercer átti þann bardaga og vann hann á stigum nokkuð örugglega.
Ég er ekki Lewis maður enda varð ég brjálaður þegar úrslitin úr þeim bardaga voru ljós. Tyson hefur alltaf verið ljótorður en ég átti von á að hann myndi sýna þroskamerki á lífsleiðinni, það virðist ekki ætla að gerast.
0
er Tyson góður sóknarboxari?? Hann var það…….EN ER EKKI LENGUR. Hann er hægur, hættur með fléttur, reynir powerpunch og bíður eftir að andstæðingurinn detti í gólfið, Tyson verður pirraður ef bardaginn verður lengri en 6 lotur sérstaklega ef hann kemst ekki inn. Lewis er playmaker í þessum málum, hann mun stjórna bardaganum eins og Evander Holyfield og Buster Doglas gerðu báðir gegn Tyson. He has the winning formula en Tyson hefur Möguleika á rothöggi ef hann verður svo heppinn að komast inn.
0
Stjórnaði Buster Douglas bardaganum? Hefurðu séð bardagann?!? Douglas stjórnaði ekki einu né neinu, Tyson var nánast búinn að rota Douglas í 9. en honum tókst að þrauka og koma inn góðu höggi á Tyson í 10.
Tyson vanmat Douglas líka hrikalega, samagerðist á móti Holyfield…engin trúði að Holyfield gæti tekið hann, enginn nema Holyfield. Í sienni Holyfield bardaganum var Holyfield ekkert að dómínera Tyson, Tyson var mun betur settur heldur en í fyrri bardaganum, ég meina, Hvað hafði Tyson barsit lengi þegar hann fór í Holyfield í fyrra skiptið? 12 mínútur? Ekki skrítið að maðurinn hafi verið ryðgagður. Í fyrsta lagi er bull að Tyson sé orðinn e-ð hægur, hann er ennþá sneggri en lang flestir þungavigtarar, it's that simple. Þetta með flétturnar er annað mál, það er satt að hann hefur ekki ennþá dottið inn í alvöru flétturiþma ennþá, allavegana ekki á móti Holyfield og Botha. Hinir sem hann hefur barsit við hafa ekki gefið honum mikinn séns að koma inn fléttum, detta flestir niður þegar fyrsta höggið hittir, hann sló reindar helvíti vel í fléttum á móti Golata sem hann reindar kjálkabraut, brákaði á hálsi og losaði brjósk í bakinu á í þeirra tveggja lotna bardaga.
Hann var hrikalega illa þjálfaður á móti dananum, minnir að hann hafi verið 248 pund eða jafnvel meira, en hann er nú þegar kominn niður fyrir 230 pundin, ætli hann stefni ekki á að fara inn á móti Lewis í 225 pundum eða eitthvað þannig. Síðan kemur á móti að hann er kominn með nýjan þjálfara í hornið sem ég held að sé hárrétt ákvörðun hjá honum, Tommy Brooks var aldrei réttur fyrir Tyson. Ronnie Shields er miklu betri taktikal þjálfari, þjálfaði t.d. Vernon Forrest á móti Shane Mosley. Ef það er einhver sem nær að draga fram það rétta í Mike Tyson þá er það Ronnie Shields.
Síðan er líka spruning um hversu mikið Tyson hefur gefið í þessa “upphitunarbardaga”, hann hefur sjálfur la´tið hafa eftir sér að þessir menn sem hann hefur verið að taka séu ekki þess verðir að standa á móti honum þannig að hann nennti ekki að æfa, plana, gera neitt. Núna er allt annað upp á teningnum, beltin í boði, séns að fá virðinguna aftur, maður sér dýrseðlið aftur, bardagaglampann í augunum.
Ég get náttúrulega ekkert alhægt neitt um úrslit þessa bardaga en ég hef fulla trú á því að það verði Blóðþyrstur, einbeittur, vel þjálfaður og tilbúinn Mike Tyson sem mætir til leiks í Memphis þann 8. Júní en við spyrjum að leikslokum.
0
Bull og vitleysa í þér Friðfinnur, Buster Douglas var búinn stinga Tyson nánast allann bardagann og lenti smá vandræðum í 2 og 9 lotu, þú segir “Tyson var nánast búinn að rota Douglas í 9. en honum tókst að þrauka og koma inn góðu höggi á Tyson í 10”
Þvílík vitleysa og nú verð ég að fara fram á að þú skoðir þennann bardaga aftur því það sá ekki á Doglas eftir bardagann en annað augað á Tyson var eins og blaðra sem var komin að því að springa, Á þessum tíma var Tyson búinn að reka Kevin Rooney og promoterinn líka, kominn með jámenn og gullkeðjurappara í jakkafötum með pípuhatta allt í kring um sig Robin Givens og Mamma hennar að ganga frá karlræflinum
Í bardaganum gegn Douglas náði Tyson höggi á Douglas og Douglas fór í gólfið en já EN hann var aldrei meiddur, Ef þú skoðar þennann bardaga þá sérðu það greinilega að hann missti aldrei fokus á Tyson þó hann hafi farið í gólfið, Þegar Tyson fór í gólfið í 10 lotu var hann ekki búinn að jafna sig þegar dómarinn taldi hann út, Tyson hefði getað staðið talninguna ef hann hefði sleppt munnstykkinu í stað þess að eiða tíma í að leita af því á meðan dómarinn taldi yfir honum en ég held að hann hefði aldrei getað unnið þennann bardaga eftir þessa 10 lotu, því Tyson var úrvinda, illa leikinn,og reikull þegar dómarinn stoppar bardagann, Rappararnir í horni Tysons voru ekki með nein tæki og tól í horni Tysons, Þeir voru ekki einu sinni með íspoka til að setja á bólgurnar í andliti Tysons en eitt skal ég segja þér, Tyson var laminn illa af Douglas. Ég á þennann bardaga á myndbandi og ég skal senda þér hann ef þú leggur til spólu. ég er búinn að horfa á þennann bardaga svo oft en ég get ekki vanist því að sjá hvernig Tyson fer út úr þessum slag.
Friðfinnur þú talar orðið í hringi, Þú segir að enginn hafi trúað að Holyfield gæti unnið Tyson nema Holyfield sjálfur þrátt fyrir að Tyson hafði aðeins barist í 12 mínútur frá því að hann kom úr jailinu og svo segirðu ekki skrítið að maðurinn hafi verið ryðgaður? ég ekki fatta. ætlarðu að segja sama hlut þann 8 næstkomandi? Hver af þeim 6 síðustu andstæðingum Tysons er bestur? að þínu mati auðvitað, hlakka til að sjá hvað þú segir.
Botha?, Nei varla og þó……. Golota? Nei,……….. Nielsen Nebb……. Orlin Norris? Held ekki……………… Julius Francis? NOT!!……. Lou Savarese? Glætan spætan
Mín niðurstaða er sú að Botha er sennilega besti boxari sem Tyson hefur keppt við að undanförnu, Þó hefur Botha allavega tapað 2 bardögum ILLA síðan Tyson fór í hann, Gegn Lennox Lewis og Wladimir Klitsko.
0
Mynntu mig á einn hlut, Hvernig fór Tyson í gólfið gegn Douglas, með einu höggi eða með fléttu?
0
Hann fór nidur med fléttu ad mig mynnir en ég tek undir thad ad Douglas og Holyfield voru bádir med mun sterkari stödu í gegnum allan theirra bardaga vid mr. T.
Hvernig er thad eru menn ennthá ad blekkja sig á thví ad Tyson sé ennthá samkeppnishaefur vid Lewis. Ég hef ekkert á móti kallinum en ég bara sé hann ekki eiga séns, ég held ad bardaginn verdi einhlida hvort hann verdi stuttur eda langur. Ekki koma med eitthvad skítkast um ad Tyson sé madurinn, thad verdur bara ad horfast í augu vid thetta.
0
Skaur…… ég hefði ekki getað orðað þetta betur.
Þó ég væri til í að sjá Tyson berja Lewis þá veit ég bara að Tyson á litla möguleika gegn honum, en það skemmtilega við hnefaleikana er að það óvænta er alltaf að gerast, Bardagi er ekki unninn eða tapaður fyrr en bjallan hringir síðustu lotu af.
Sáuð þið kommentin frá Don King á Sky í kvöld?
Lewis var hjá Larry King live og sagðist ekki hafa viljað keppa við Tyson fyrr en geðheilsa hans væri komin í jafnvægi, hann hefði verið eins og veikur hvolpur áður fyrr, síðan segir Don King að hann líti upp til Lewis fyrir að hafa hugsað um heilsu Tysons fram yfir nokkra auka dollara þegar reynt var að koma á keppni milli þeirra fyrir tæpum 2 árum síðan, Ég held að Don King sé að gera grín að þeim báðum með þessu kommenti sínu.
0
Jæja…við sjáum til eftir viku…ef Lewis tapar þá verðið svo sannarlega að éta hattin ykkar og ég mun gera slíkt hið sama…þanni gað við spyrjum að leikslokum :)
0
Ok, ég skal kaupa mér stóran urban sunbrero og éta hann með grænum baunum ef Tyson vinnur :Þ
0
Hér er smá viðauki varðandi þá boxara sem keppt hafa við Tyson síðan hann slapp út úr jailinu
Peter McNeeley, KO 1 Peter var rusl frá upphafi og ótrúlegt en satt þeim tókst að finna heimskari boxara en Tyson.
Buster Mathis KO 3 Ég hafði á tilfynningunni að Buster Mathis hafi verið valinn úr hópi gesta sem sóttu McDonalds hamborgarastaðina og unnið rétt til að berjast við Tyson í einhverju Bigmac pakkatilboði einhvernstaðar í bandaríkjunum, Mathis er með einn stærsta hamborgararass sem ég hef séð á boxara. þó verð ég að viðurkenna að Buster Mathis jr var ágætur varnarlega séð, samt var hann bara fórnarlamb eða fóður fyrir Tyson.
Frank Bruno K0 3 Glæsileg frammistaða Tysons, eini bardaginn sem hann sýnir gömlu góðu Tyson taktana, Power punch og fléttur strax í kjölfar, Bruno átti ekki glætu.
Eftir þennann bardaga ræða Lewis og Tyson saman um 4 milljón dollara greiðslu til Lewis ef Lewis víkur fyrir Tyson gegn Bruce seldon um WBC titilinn
Bruce Seldon Las Vegas, NV KO 1 Bruce Seldon Fekk nokkur högg og ákvað síðan að láta sig falla í gólfið og telja sig út, Seldon hefur ekki á glætu síðan þetta gerðist.
Evander Holyfield NV LK 11 Þarf ekki að ræða þetta Tyson Tapaði WBC titlinum til Holyfield.
Evander Holyfield Las Vegas, NV L DQ3 Beit Holyfield í eyrað og var dæmdur úr leik
Francois Botha KO 5 Tyson var að drulla á sig í þessum bardaga áður en Botha bókstaflega gékk á hnefann á Tyson.
Orlin Norris NC=no contest1 Norris Tognaði á hné eða þorði ekki að halda áfram. hallast frekar að seinni kostinum.
Julius Francis KO2 Francis var annars flokks boxari fyrir bardagann og var búinn að vera auli í nokkur ár fyrir bardagann.
Lou Savarese TKO 1 Lou Var sofandi strax í upphafi og virtist aldrei ætla að reyna neitt í þessum bardaga hvort eð er, enda fékk hann ekki einu sinni að jafna sig við hlið dómarans því Tyson réðist bara á dómarann líka til að klára dæmið.
Andrew Golota TKO 3 þetta var ekki sá Golota sem ég þekkti áður fyrr, en Lewis fékk sama slappa Golota og Tyson.
og svo er það Bollan frá Danmörku, Super Brian Nielsen sem hefur hingað til valið sér andstæðinga sem eru ekki beint hátt skrifaðir í boxheiminum eða valið útbrunna boxarar eins og Larry Holmes, það á ekki að vera mikið mál fyrir boxara eins og Super Brian að berja mann sem kominn er hátt á sextugsaldurinn, Þó skorið sé glæsó þarf það ekki að þíða að boxarinn sé í heimsklassa. svo??????????????? ER FERILL TYSONS GLÆSILEGUR EFTIR ENDURKOMU HANS? ég spyr ykkur.
síðustu boxarar sem Tyson hefur barist við eru allavega ekki hátt skrifaðir á mínum lista.
Það eru sem betur fer misjafnar skoðanir á öllum hlutum en pælið aðeins í þessu áður en þið búið ykkur undir að sjá Tyson rota Lewis því það mun sennilega ekki gerast.
PS Get ekki beðið eftir að fá drulluna yfir mig fyrir þessar greinar frá Friðfinni og Skula Tyson en þetta eru bara mínar skoðanir, þetta kemur allt í ljós þann 8 júní ef Tyson meiðist ekki eins og hann er vanur að gera fyrir stóru bardagana.
Góðar stundir
Jonagre
0