Jæja, þá er stórri hnefaleikahelgi lokið og ýmislegt bar á góma sem ég mun minnast á hér á eftir.
***
Floyd Mayweather Jr. -S12- Jose Luis Castillo
***
Umdeildasti bardagi kvöldsinns. Margir telja að um hreint rán hafi verið að ræða og að Castillo ætti enn að vera WBC meistarinn í léttvigt. Bardaginn var skemmtilegur, spennandi og á köflum óheiðarlegum og var stig dregið af báðum boxurunum. Castillo pressaði stíft allan bardagan og fór í skrokkinn á meðan Mayweather dansaði á tánum og notaðist við stungur og gagnhögg. Persónulega skoraði ég bardagann Flpyd í vil einfaldlega vegna þess að hann skoraði mjög vel með stungunni og Castillo átti í miklum erfiðleikum með að koma inn höggunum þótt svo að hann hafi komið inn fleiri höggum en jafnvel þótt mér hafi fundist Floyd vinna þá var munurinn of mikill, eða 115-111 (2) og 116-111.
Það er núþegar farið að plana rematch.
***
Joe Calzaghe -S12- Charles Brewer
***
Velski bombarinn Joe Calzaghe hélt í WBO beltið sitt í yfir-millivigt á laugardagskvöldið þegar hann sigraði fyrrverandi IBF meistarann Charles Brewer á stigum. Calzaghe þótti sýna mikil tilþrif í bardaganum en Brewer barðist hetjulega. Dómaraspjöldin voru eftirfarandi: 117-112, 118-111 og 119-109
***
Audley Harrison -Ko2- Julius Long
***
Ólympíumeistarinn Audley Harrison hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina þegar hann mölvaði bandaríkjamannin Julius Long í annari lotu bardaga þeirra í Wembley Fyrirlestrarhöllinni í London. Long byrjaði mjög villt (heimskulegt) og kom inn nokkrum sæmilegum höggum en Harrison byrjaði að stjórna hraðanum með hægri stungunni um miðja 1. lotuna. síðan í annari lotu kom Harrison inn þungri hægri sem felldi kanann og komst hann ekki á fætur eftir það, Harrison er þá ósigraðir í 4 bardögum með 3 rothögg í farteskinu!
Þetta var bráðskemmtileg helgi og er ekki síðri dagskráin í sumar, þannig að ég óska boxáhugamönnum gleðilegs hnefaleikasumars!