David Tua kom mörgum á óvart um helgina þegar honum tókst að rota Fres Oquendo í 9. lotu bardaga þeirra sem fram fór í Vestur-Virginíufylki. Oquendo var langt yfir á stigum þegar Tua kom inn harðri hægri hendi sem vankaði Oquendo, síðan kom hann inn þungum vinstri krók og Oquendo þurfti að halda í kaðlana til að hanga uppi. Dómarinn, Dave Johnson, skakkaði þá leikin og var sigurinn skráður sem tæknlilegt rothögg.
Þetta er annars sigurinn sem Tua vinnur í r-ð eftir slæmt tap gegn Chris Byrd. Þetta er fyrsta tap Oquendo sem skaust upp á stjörnuhimininn með svakalegum sigri á “Svarta Nashyrningnum” Clifford Etienne.
Eftir bardagann sagðist Oquendo aldrei hafa verið meiddur og sýndi þetta hversu stórt hjarta hann hefur, Tua sagði aftur á móti að hann hafi verið að reina að koma hægri inn allan bardagann og rataði hún þarna loksinns í mark, hann sagði ennfremur að Oquendo hafi verið mun sterkari andstæðingur en Lewis var um árið en Tua tapaði illa á stigum fyrir honum.