Ég endilega hvet allt kvennfólk sem hefur áhuga á hnefaleikum til að kíkja inn á www.boxing.is þarsem er að finna pistil skrifaðan af meðlimi í kvennréttindasamtökunum Bríeti. Í honum fjallar hún um hversu jákvæð reynsla það hefur verið fyrir hana að æfa hnefaleika og hvetur aðrar konur að fara að stunda sér til heilsuræktar og skemmtunar!
Staðreyndin er sú að Box hefur ekki verið neitt sérstaklega aðlaðandi fyrir konur í gegnum tíðina, þetta hefur verið svona maskúlín karlmennskusport en þetta hefur verið að breitast til batnaðar á síðastliðnum árum og eru konur nú að verða mjög sýnilegar í heimi atvinnuhnefaleika en þó er enn ekki kvennadeild í áhugamannahnefaleikum en það er víst verið að vinna í þeim málum!
Hnefaleiakr eru ekki endilega kraftasport, það er einmitt þáttur sem virðist fæla konur frá. Að þær séu ekki nógu sterkar í þetta. En þetta er einfaldlega misskilningur, hnefaleikar, og þá sérstaklega ólympískir hnefaleikar byggja einvörðungi lítillega á krafti. Maður þarf að sjálfsögðu að vera í mjög góðu formi en aðalsmerki hnefaleikanna er Snerpa, úthald og hernaðarkænska, þetta snýst allt um að brjóta niður vörn andstæðingsinns, og áhrifaríkasta leiðin til þess er að “brjótast inn”…þ.e.a.s. kynna sér veikleika andsæðingsinns og notfæra sér þær, þetta er allt hugsun og ég held að enginn ætli að deila um það að konur séu alveg jafn góðar, ef ekki oft betri en karlmenn að hugsa. Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem kjósa þá leið að brjóta veggin í staðin fyrir að vinna sig framhjá vörn anstæðingsinns, gott dæmi um það er Mike Tyson og fleiri áþekkir rotarar en þessi leið er alls ekki áhrifarík hjá öllum og hafa margir hnefaleikarar fallir flatt á þeirri strategíu.
Snerpa og úthald er e-ð sem skiptist jafnt á milli kynja og eru konur líkamlega snarpari líffræðilega séð heldur en karlinn.
Eins og ég hef sagt þá er ekkert því til fyrirstöðu að kvennpeningurinn mæti niður í einhverja af þeim þónokkru æfingasölum sem er að finna í og í kring um Reykjavík og fari að kýla í poka!
Oh ég minni enn og aftur á greinina þá Boxing.is
-Friddi