Bardagi Mike Tyson og Lennox Lewis hefur fegnið grænt ljós eftir að lögreglan ákvað að falla frá kærum á hendur Tyson sem sakaður var um kynferðislegt ofbeldi í Las Vegas. Ef málið hefði farið fyrir rétt hefði nánast enginn möguleiki verið á að þessi bardagi aldarinnar yrði nokkurn tímann háður. Bardaginn mun nú að öllum líkindum fara fram í Washington 8. júní. Tyson hefur hingað til verið synjað um leyfi til að berjast í Nevada fylki en ýmsar hugsanlegar staðsetningar höfðu verið í umræðunni svo sem Georgíufylki. Lennox Lewis mun þéna a.m.k. 20 milljónir punda fyrir að berjast við Tyson.
www.nulleinn.is
_____________________________________________________