Í þessari grein http://ozboxing.org/health/antibox.htm er farið í þær goðsagnir sem ríkja meðal fólks og lækna um áhugamanna hnefaleika (Ólympíska hnefaleika) og samlíkinguna sem er gerð milli atvinnuhnefaleika…
Sá sem skrifar þessa grein rökstyður skoðun sína og sýnir fram á þann fáránleika sem margir trúa um þessa íþrótt. Sérstaklega að hún snúist um það að vísvitandi að valda andstæðingi sem mestum skaða. Hann kemur með þau rök að í þessari íþrótt snýst þetta um tæknileg högg (ekki hve fast) og engin auka stig fást fyrir rothögg. Þar að auki eru aðeins 3 lotur og 2 mínútur á móts við atvinnuhnefaleika sem er með 12 lotur. Einnig er mikill hlífðarbúnaður og lækniskoðun krafa fyrir og eftir bardaga. Læknir er líka viðverandi allan bardagann og bardagi stöðvaður um leið og keppandi er talinn í hættu.. Sá sem skrifar þessa grein vísar líka í aðrar íþróttir þar sem meiðsli og dauðsföll eru umtalsvert fleiri og skilur ekki afhverju það talar enginn um að banna þær íþróttir þegar eitthvað kemur upp á þar, það virðist sem hnefaleikar sitja fordómum þar þó svo að áhugamannahnefaleikar eru mjög neðarlega á listum yfir hættuleika og dauðsföll. Bendir hann t.d á Rugby til samanburðar þar sem hann segir að á einhverju ákveðnu tímabili í Suður- Wales voru 49 leikmenn sem lömuðust frá mitti og niður. Einnig er sýndur listi yfir dauðsföll í áhugamannahnefaleikum á móts við fótbolta og aðrar íþróttir..
Mæli eindregið með að áhugamenn um hnefaleika og fólk í vafa lesi þessa grein