Nóttinn milli 26. og 27. júní 1959 sátu allir við útvarpstækin, það sást enginn úti ekki einu sinni lögreglan.
Ingemar Johansson frá Gautaborg, 25 ára gamall, keppti um heimsmeistaratitilinn í boxi í þungavigt við Floyd Patterson í
New York. Fyrir keppnina kom Ingemar USA á óvart. Hann bjó á góðu hóteli, borðaði vel, var mjög vel klæddur, talaði virðulega, bjó opinskátt með unnustu sinni - en notaði ekki hægri hendi “Þórshamarinn” á æfingum. En það gerði hann samt í keppninni. Í þriðju lotu kom hægri hnefinn í dagsljósið, en hann höfðu ameríkanar ekki séð áður. Floyd skall sex sinnum í gólfið áður en dómarinn stöðvaði keppnina. Frægasti titill íþróttanna fluttist til Evrópu eftir 25 ár.
Ingemar sagði sjálfur að hann hafi orðið heimsmeistari af því hann var svo hræddur um að verða rotaður. Hann fékk átölur um hlédrægni í ólympíuúrslitunum 1952, vegna þess að hann varði sig gegn hinum trjöllvaxna ameríska hnefaleikara, Sanders, sem seinna lést í keppni. Þegar Ingemar stóð í heimsmeistarahringnum, bar hann enga áverka af boxi, það sást hvergi ör á andlitinu á honum.
Einkenni Ingemars sem hnefaleikara voru eldsnögg vinstri handar högg, sem eins og klesstust í andlit andstæðingsins og síðan “Þórshamarinn”, hægri hnefinn, þegar sá vinstri var laus.
Ingemar hélt ekki meistaratitlinum lengi. Tvisvar barðist hann við Floyd og tapaði í bæðiskiptin. Hann náði samt lengra en nokkur annar sænskur íþróttamaður, áður en Björn Borg fór að keppa. Og hann varð til að kenna öðrum þessa snjöllu íþrótt. Fullyrt er að Mohammed Ali hafi lært mikið af honum
Kv. Keyze