Þá gerðist það loksins sem ég hélt ekki að gæti gerst - Shane Moseley tapaði fyrir Vernon Forrest í bardaga sem Forrest átti allan tímann. Hann sló Mosely tvisvar niður í fyrstu lotu og síðan átti Moseley bara engann séns en stóð samt allar loturnar og var lokastaðan 117 - 109 að meðaltali. Bardaginn á undan var líka mjög fínn en þar var minn maður Arturo Gatti að brillera og tók andstæðinginn létt.


Næst á dagskrá - Mosely/De La Hoya? Ég vona það.
P.S.
Ómar og Bubbi mega alveg sleppa því að tala ofan í viðtölin við keppendur eftir bardaga - fínt að fá ágrip eftir á og allt það en við kunnum nú flest allavega nokkur orð í ensku, er það ekki?

;)

Kveðja
Allfather…
“Only the good die young, and I seem to be getting pretty old”