Ég ætla að dreypa á stærstu bardögum næstu mánaða og spá fyrir um úrslitin. Ég veit ekki hverjir verða sýndir á Sýn, en það skiptir ekki máli.
26/1 Shane Mosley (38-0-35) vs. Vernon Forrest (33-0-26)
Eftir þrjá auðvelda bardaga fær Mosley loksins verðugan andstæðing. Þó að Forrest sé í rauninni ekki með nein rosaleg nöfn á ferlinum er hann almennt viðurkenndur sem einn besti veltiviktarinn í dag. Til þess að auka spennuna var Forrest sá síðasti til að sigra Mosley, þ.e. árið 1992 í útsláttarkeppni fyrir Ólympíuleikana. Bardaginn verður spennandi en Mosley er ósigrandi í augnablikinu og tekur þetta.
Spá: Mosley KO 9
23/2 Paulie Ayala (33-1-12) vs. Clarence “Bones” Adams (41-4-3-19)
Fyrsti bardaginn var rosalegur þar sem Ayala vann á split desicion og þessi ætti að verða það líka. Ég skoraði fyrri bardagann 115-115 en ég held að eina leiðin til að vinna Ayala sé á rothöggi og það er ansi erfitt þar sem gaurinn er með granít kinn. Ayala virðist vera með samning við djöfulinn og getur ekki tapað á stigum (m.v. Tapia bardagana).
Spá: Ayala á stigum
2/3 Marco Antonio Barrera (54-3-39) vs. Erik Morales (41-0-31)
Fyrsti bardaginn var einn albesti bardagi sem ég hef séð og ég get ekki beðið eftir þessum. Aftur á móti er ýmislegt sem bendir til þess að þessi verði öðruvísi. Í fyrsta lagi hefur Morales litið illa út í flestum bardögum síðan en Barrera hefur breyst í súper Barrera (vs. Salud, Hamed, Sanchez). Ég held að þetta verði spennandi en meira einhliða bardagi þar sem Marco mun enn og aftur sýna snilli sína og veita Morales sitt fyrsta tap.
Spá: Barrera TKO 11
6/4 Lennox Lewis (39-2-1-30) vs. Mike Tyson (49-3-42)
Ég trúi ekki að þessi verði að veruleika fyrr en ég sé þá báða í hringnum. Annars ætti þetta að vera spennandi bardagi svo lengi sem Tyson endist.
Spá: Lewis KO 6
4/5 Oscar De la Hoya (34-2-27) vs. Fernando Vargas (22-1-20)
Ef það er verður einhverntímann tilefni til að vaka til 4 um nóttina verður það 4. maí. Þetta er bardagi sem ég er búinn að vera bíða eftir, en trúði í rauninni ekki að mundi verða að veruleika. Jæja, bardaginn. Því miður hefur Vargas ekki litið vel út síðan hann tapaði á móti Tito en hversu vel hefur De La Hoya í rauninni litið út síðastliðið ár? Varla mikið betur, þó hefur hann reyndar ekki þurft að bragða á striganum. Ég vona innilega að Vargas nái að rota gulldrenginn en ég sé það satt að segja ekki gerast.
Spá: De La Hoya á stigum
Jæja, komið með það! Eruð þið sammála eða ósammála?