Enn og aftur er Holyfield miðpunkturinn í hnefaleikaskandal og í þetta skipti er hann fórnarlambið.
Þriðji bardagi Johnny Ruiz og Evander Holyfield var enganvegin fagurfræðilegt listavek eða teknískt undur. Þetta líktist meira fjölbragðaglímu á köflum og var erfitt að sjá hvor var 10 árum yngri og hver var 10 árum eldri, Holyfield stjórnaði hraðanum mestallan bardagann og var ótrúlega ferskur allan bardagann og var nálagt því að taka Ruiz niður áður en bjallan hrindi síðustu lotuna út.
Flestir áhorfendur bardagans í sal töldu það víst að Holyfield hafi gert nóg til að sigra bardagann en þá kom skandallinn.

JAFNTFLI!

Fyrsti dómarinn skoraði bardagann 116-112 fyrir Holyfield, eins og ég skoraði hann. Síðan skoraði næsti dómarinn 115-113 fyrir Ruiz. ég veit ekki hvaða bardaga hann var að horfa á en ég sá Johnny Ruiz ekki vinna 7 lotur í þessum bardaga.Hann vann fyrstu 2 og 10 lotuna á mínu blaði. Þriðji dómarinn skoraði bardagann jafnann, 114-114.
Stefningin í hornunum fangaði augnablikið fullkomlega, horn Holyfieldar var fullt af gremju og undrun á meðan horn Ruizar fagnaði eins og hann hafði rotað Holyfield.
Eftir bardagann sagði Holyfield að hann hafði haldið að hann hafi gert nóg en að það væri alltaf áhætta að leifa þessu að fara á stigaspjöldin og að hann æltaði að fara aftur í biðröðina eftir næsta titilskoti. Ruiz sagði eftir bardagann að han hafi verið vonsvikinn að ná ekki rothögginu (sem hann var aldrei nálægt að gera) og að boxarar eigi líka sín slæmu kvöld og að hann hafi ekki verið nógu vel til kallaður, síðan kom hornamaðurinn hanns og þjálfari og hélt því fram að Holyfield hafi nefbrotið hann í 1. lotu bardaganns með olnbogaskoti en ég sá ekki betur en að nefið hafi brotnað í síðustu lotunni þegar Holyfield lét höggin dynja á Ruiz.

Það er engin spurning um að Holyfield var aðeins fölur skuggi af sjálfum sér en sá skuggi gerði nóg til að sigra Johnny Ruiz sem segir kannski meira um Ruiz en Holyfield. Ég held að það sé tími til kominn fyrir Holyfield að fara að hætta þessu en ég skil það að hann vilji taka einn bardaga í viðbót því þetta vær sár endir á jafn stórum ferli og þessi maður hefur haft!