Hvað er framundan?
Ég hefði gaman af að vita hvaða hugmyndir menn hér hafi um það sem er framundan í þungavigt hnefaleikanna. Lewis, Tyson og Holyfield eru ekki eilífir. Þeir verða væntanlega allir horfnir af sjónarsviðinu eftir 2-3 ár. Maður hefur nú séð kandídata koma og fara á síðustu árum en þegar á hólminn er komið hafa þeir ekki staðið undir nafni eða heltst úr lestinni vegna persónulegra vandamála. Ég vil þó alls ekki segja að þungavigtin sé í kreppu. Ég sé þó ekki fram á að menn eins og Grant, Tua, Golota og Etienne - til að nefna einhverja - geri neinar rósir þó þeim hafi verið spáð góðu gengi. Ég hafði nú svo sem mis mikla trú á þeim þegar ég sá þá fyrst. “Hasbeen” Rahman gæti velkt mönnum undir uggum, Vladimir Klitcko og Frez Oquendo líka þó þótt þeir verði kannski aldrei súperstjörnur. Ég hef ekki sér Audrey Harrison en mér skilst að það séu skiptar skoðanir um hann. Ég hefði mesta trú á Ibeabuchi ef hann léti sjá sig í hringnum en sú von er að verða að engu. Er einhver þarna úti ….