Líf götustráks
Eftir að hafa lesið þessa grein eftir Bryan þá fannst mér að hann ætti að fá að vita hvernig líf Tysons hefur verið. Og ef Bryan less þessa grein þá langar mér að vildi eg óska þess að hann gæfi sitt álit á henni og ég með nokkrar spurningar sem mér langar að hann svari í kjölfar þessarar greinar sem hann skrifaði(spurningar eru neðst í pistlinum).
Líf Tysons
Við skulum byrja á því þegar hann var í maganum á mömmu sinni þá fór þessi svokallaði pabbi hans í burtu frá honum. Mamma hans var mikil drikkjumaneskja og var einnig í dópi. Allir frændur hans voru annaðhvort dópistar eða aumingjar eftir að hafa neitt annaðhvort áfengis eða fíkniefna. Þegar hann var átta ára þá var hann byrjaður að drekka og reykja og dópa, og hann var einnig kominn í götu gengi. Hann hefur aldrei getað verið í skóla vegna hegðunar sinnar.
Eftir að mamma hans fór í burtu frá honum þá var hann sendur á unglingaheimili. Þegar hann kom á þetta unglingaheimili þá var hann einangraður frá öllum krökkum og umheiminum. En þegar hann baðst vægðar þá fékk hann að boxa smá með þeim sem voru með honum á unglinga heimilunu sem hann var á. Þeir biðu í línum til þess að fá kennslu´og um leið og það var komið að honum þá nefbraut hann þjálfaran sinn í fyrsta þögginu sem hann sló. Það fyrsta sem þjálfarinn var búin að jafna sig þá hringdi hann strax í Cus´Damato og bað hann að taka hann að sér(má þar nefna að Damato þjálfaði Floyd Petterson og nokkra aðra góða boxara.
Cus´Damato tók hann að sér þegar Tyson var 13 ára gamal og til gamansmá getaþa tók hann 90 kíló í bekkpressu þegar hann var 90 kíló. Hann þjálfaði hann alveg þangað til að hann fór og varð atvinnumaður, en þá tók gamalgunnur þjálfari við það var enginn annar en Angelo Dunnde(Dunnde hefur þjálfað Ali, Tyson, og Larry Holmes og nokkra fleiri mann bara ekki nöfn þeirra).
50-3 (43), 1 NC
Nokkrir sem Tyson hefur barist við
1986 Jesse Ferguson KO 6
1986 Trevor Berbick KO 2
1987 James Smith W 2
1987 Tony Tucker W 12
1987 Tyrell Biggs KO 7
1988 Larry Holmes KO 4
1988 Tony Tubbs KO 2
1988 Michael Spinks KO 1
1989 Frank Bruno KO 5 og aftur 1996 KO 3
1989 Carl Williams KO 1
1990 James Douglas LKO 10
1990 Alex Stewart KO 1
1991 Donovan Ruddock KO 7 og aftur seinna á árinu W 12
1996 Bruce Seldon KO 1
1996 Evander Holyfield LKO 11 II MT Vs EH LDQ 3
1999 Orlin Norris NC 1
2000 Lou Savarese KO 1
2000 Andrew Golota KO 3
Feril Tysons
Hann keppti 15 bardaga á fyrsta árinu sínu og vann þá alla á rotthöggi nema tvo(ég er næstum hundrað% viss um það). Þá fékk hann loksins tækifæri á því að keppa tiltilbardaga sem var á móti Trevor Berbick(Berbick hefur att kapp við Ali og Leon Spinks). En einum klukkutíma fyrir bardagan þá var honum tilkynt það að Cus´Damato hafði látist(ekki gott að fá svona rétt fyrir baradga). Hann vann Berbick og varð þá titilhafi WBC beltisins. Eftir að hann fór í Berbick þá ætlaði hann bara að halda áfram og næsti áfangastaður var enginn annar en James Smith sem var þá titilhafi WBA sambandsins. Hann vann hann á stigum. Síðan var það annað stórt stök núna var það Tony Tucker sem var á þessum tíma titilhafi IBF sambandsins. Tyson vann hann einnig á stigum. En um þessar mundir þegar allt var á góðri leið hjá Tyson þá kynntist hann konu sem ég man ekki hvað heitir en hún var módel. Tyson og hún byrjuðu saman og voru saman í 1 og hálft ár en þá fór hún að niðurlægja hann í sjónvarpinu og var mjög leiðinleg við hann. Síðan var henni úthlutaður læknir og hann komst að þeirri niðurstöðu að hún væri geðveik eins og Tyson. En um þetta leiti þá var hann að undirbúa sig fyrir bardaga á móti James Buster Douglas. Douglas var á þessum tíma bara núll og nix og margir töldu hann frekkar slakan boxara. Bardaginn var haldinn í Japan sem mörgum fannst mjög slæmt og margir nánustu ættingjar Tysons vöruðu hann við að ekki að berjast í Japan. En hann lét ekki seigjast og ákvað að berjast við Douglas í Japan. í firstu lotunum kom Douglas frekkar á óvart en það skipti ekki máli Tyson var að ganga frá honum. Síðan náði Tyson að slá Douglas niður í gólfið og margir töldu bardagan vera búin. En það sem skrýtið var að Douglas lá á gólfinu í 16 sek sem er auðvitað ólöglegt. En það skipti ekki máli bardaginn var látinn halda áfram. En þá gerðist það sem enginn bjóst við Douglas rotaði Tyson. Þetta var mjög umdeildur bardagi vegna þess hversu lengi Douglas hafði leigið á gólfinu eða í 16 sek. Meðal annars Don King ætlaði að fara í mál við Douglas og hans fylgilið en Tyson bað hann ekki um að gera það því hann sagðist alveg þola að tapa(Þetta gerðist allt á árinu 1990).
Tyson lét þetta ekki bitna á sýnum ferli sem boxari hann hélt bara áfram. Tyson var núna kærður fyrir að hafa nauðgað þáverandi Miss America. Þetta kom frekkar flat á hann en hann lét þetta ekki stopa sig við að berjast við Donavan Ruddock sem var talin mjög góður boxari(Donavan Ruddock hefur meðal annars farið á móti Lennox Lewis og nokkurm öðrum góðum boxurum). Tyson vann báða bardaganna hann vann fyrri á rothöggi í 7 lotu og hinn á stigum. En um leið og hann var búinn að berjast seinni bardagan við Donavan Ruddock þá var honum hent í steininn. Honum var meinaður aðgangur að eitthverju sem hafði einhver tengls við box(eins og tækjabúnað og annað slíkt).
Þetta var nýr kafli í lífi Tysons og einnig í sögu boxsins. Þarna fékk Tyson að ryðga í friði. En síðan um leið og hann kom út úr steininum þá byrjaði hann strax að boxa aftur. Hann byrjaði á því að fara á móti tvem minni spámönnum þeim Peter McNeeley og Buster Mathis Jr. En síðan var komið að því Tyson VS Frank Bruno. Margir töldu hann alveg snarruglaðan að fara svona snema í svona góðan boxara. En hann taldi sig eiga fullan möguleika á því að vinna hann(hann var einn um það á þessum tíma). En viti menn hann kom sá og sigraði hann gjörsamlega myrti Bruno í hringnum. Bruno kom engum vörnum við sprengjunum hans Tysons. Bardaginn endaði í 3 lotu með rothöggi Tysons. Þetta var talið besta comeback allra tíma(má þar nefna comebackin hjá Ali, Roy Joens Jr. og George Foreman).
En þetta fannst Tyson ekki nóg núna var það enginn annar en bruce Seldon(má til gamans geta að Seldon er með eina bestu stungu sem hefur sést í þungavigtini). Núna töldu allir hann vera búin að fylla mælirinn, því á þessum var Seldon upp á sitt besta. En en og aftur taldi hann sig eiga möguleika á því að vinna. Og en og aftur reyndust þessir spádómar hans réttir hann tók Seldon í kennslustund. Seldon átti engan möguleika á því að vinna þennan nýja Tyson, svo þetta fór ekki lengra heldur en í eina lotu.
Þetta var stærsta comeback allra tíma og það er ekki nein sem getur neitað því. Núna en og aftur var Tyson búin að sanna sig sem einn besti þungavigtari allra tíma.
En næstur í röðinni var enginn annar heldur en Evnader“The Real Deal” Holyfield. Þeir gerðu samning um tvo bardaga og Tyson fékk 30 litlar miljónir dollara en Holyfield fékk í sinn hlut 25 miljónir dollara. Þessi tveir bardagar áttu eftir að vera tveir umdeildustu bardagar fyrr og síðar. En áður en þessir bardagar gátu farið fram þá þurfti Tyson að láta frá sér WBC beltið til þess að getað fengið að berjast við Holyfield(Lennox Lewis og Frank Bruno börðust um þetta belti). Fyrri bardaginn fór þannig að Holyfield rotaði Tyson í 11 lotu(má til gamans geta að Holyfield sló Tyson 34 í hnakann). Þetta var stórt fall fyrir Járnmaninn og margir héldu að hann mundi aldrei snúa aftur í hringinn. En Hann bað um að fá rematch og honum var veit sú ósk því það stóð í samning þeirra Holyfield og Tyson að Tyson ætti rétt á rematchi. Seinni bardaginn byrjaði mjög vel fyrir Tyson hann vann fyrsu tvær loturnar, en síðan gerði Tyson hið óvænta hann beit bita af eyranu á Holyfield. Bardaginn var ekki stopaður strax en síðan eftir smá stunda kom læknir inn í hringinn og skoðaði Holyfield og þar með stopaði bardagan. Þarna hafði Tyson tapað 3 bardaganum sínum á ferlinum.
Bardagarnir á móti Holyfield gáfu honum vont orðspor í boxheiminum og þó hann sé án efa einn besti boxari fyrr og síðar þá skipti það ekki máli hann á væntanlega aldrei eftir að fá þá virðingu sem honum sæmir. En þetta breyti ekki miklu því hann hélt áfram að box og það var það eina sem skipti máli, en hann var aldrei sá sami Tyson eftir að hann tapaði fyrir Holyfield.
En eftir bardaganna við Holyfield þá hefur hann farið á móti Francois Botha, Orlin Norris, Julius Francis, Lou Savarese, Andrew Golota og Brian Nielsen. Enginn af þessum köllum hafði eitthvað að gera í Tyson eina sem þeir fengu út úr þessu var bara eintóm niðurlæging og svívirðing.
Mér þykir fyrir því ef það eru einhverjar stafsetningarvillur í þessum texta en word er ekki að virka eins og það ætti að gera svo ég biðst bara afsökunar á ef það eru einhverjar stafsetningarvillur í þessum texta.
Spurnningar
1. Hefur þú einhverja reynslu á erfiðari æsku?
2. Ef þú værir geðveikur hvað gætir þú gert fyrir íþróttina box?
3. Hvað hefur George Foreman gert fyrir box íþróttina?
4. Nefndu mér 5 boxara sem hafa gert einhvað fyrir íþróttina box?
5. Veistu eitthvað um Foreman hvernig background Foreman hefur?
Ég vona að mörg ykkar sem hafa lesið greinina eru núna margfróðari um Mike“Iron”Tyson. Og ég vona líka að þið látið vini ykkar og vandamenn sem hafa gaman af boxi lesa þessa grein.
Kveðja DFSaint