Kórrétt hjá Foreman!
Athyglisverð viðbrögðin sem höfð voru eftir George Foreman í Fréttablaðinu í gær um að Tyson hefði ekki gert mikið fyrir hnefaleikana heldur væri bara þiggjandi. Hann sagði að Lennox ætti ekki að þurfa á Tyson að halda til að sanna sig sem sá besti í dag. Er það ekki rétt hjá Foreman? Það eru til svo miklir Tyson-rétttrúnaðarmenn þarna úti að sama þótt hann yrði barinn í spað marga bardaga í röð, þá halda menn því alltaf fram að hann sé sá besti. Tyson er vissulega ótrúleg auglýsing fyrir íþróttina en mér finnst það lítið kúl að hann gefi alltaf til kynna að hann nenni þessu varla. Að þiggja milljarða fyrir að hreyfa sig 1-2 á ári er vond íþróttamennska. Ef af bardaganum verður þá ráðleggur Foreman Lewis að þreyta Tyson fyrstu loturnar og afgreiða hann síðan. Aumkunarvert að hlusta á Bubba afsaka Tyson í viðtali hjá Tvíhöfða um daginn með sömu “Hann átti svo erfiða æsku”-væluklisjunum serm maður er búinn að heyra milljón sinnum. Ekki vorkenni ég Tyson djakkshit. Meðan ritaðir verða heilu kaflarnir um Ali í hinni endanlegu hnefaleikasögu, þá verður Tyson neðanmálsgrein.