Lennox Lewis rotaði Hasim Rahman í nótt í bardaga þeirra í Las Vegas. Rahman stóð aðeins í honum fyrstu tvær loturnar en meiddi hann aldrei mikið. Í þriðju lotu náði Lewis góðu höggi sem Rahman fann vel fyrir og slökkti síðan á Rahman með svakalegri hægri um miðja fjórðu lotu.
Rahman hafði verið með stæla á blaðamannafundum og fékk bara það sem hann átti skilið. Lennox sagði eftir bardagann að Rahman hefði aðeins fengið beltin lánuð í smátíma en síðan skilað þeim aftur og kallaði þetta 15 mínútna frægð hjá Rahman sem neitaði að tala við blaðamenn eftir bardagann.
Lennox Lewis sagði eftir bardagann að hann myndi berjast við hvern sem er en vildi helst fá Mike Tyson.
Kveðja Marciano