Þann 7. apríl næstkomandi munu tveir kappar í yfirmillivigt mætast. Þeir Joe Calzaghe og Peter Manfredo JR. Flestir ættu að kannast við Joe Calzaghe þar sem hann er búin að vera lengi í bransanum. Síðustu 9 árin hefur hann verið WBO meistari í yfirmillivigt og er engin meistari í hnefaleikum í dag sem hefur verið svo allsráðandi yfir neinum titli frá dögum Larry Holmes í þungavigtini. Það var svo 4. Mars 2006 sem Joe sameinaði IBF og WBO og varði IBF titilinn einu sinni gegn Sakio Bika þann 10. Október 2006.Akkúrat sama dag sameinaði Mikkel Kessler WBA og WBC titlana, og þá var ekkert nema bjartsýni framundan. Sama ár var IBF titilinn tekin af Joe og var ástæða þess sú að Joe neitaði að berjast gegn Robert Stieglitz vegna þess að Robert var ekki nógu þekktur utan Þýskalands. Þetta var fáránlegasta ákvörðun sem ég veit um frá manni sem hefur þann draum einan í lífinu að sameina alla titlana í yfirmillivigt, þarna var hann komin hálfa leið!(og ég hrækti í gólfið). Joe neitaði að berjast við Robert af því hann er ekki nógu frægur! Hvað er í gangi í sportinu í dag!. Í Staðin lendi Joe í því að verja WBO titilinn sinn ástkæra gegn Peter Manfredo JR sem er ekkert nema afkvæmi ameríska hypesins. Hefði hinn 25 ára Robert Stieglitz sem þá var komin með 29 bardaga þar af 19 rothögg og ósigraður(samt óreyndur en Bardaginn var mandatory svo góðir hlutir hefðu geta gerst) ekki vera skárri en hin 26 ára Peter Manfredo Jr, sem er með 29 bardaga þar af 12 rothögg og 3 ósigra gegn Alfonso Gomez og Sergi Mora úr Contender sjónvarpsþáttunum!
Þó svo að það sé uppselt á bardagann og mikil spenna sé fyrir honum í Bretlandi og Bandaríkjunum er ég vonsvikin.ÉG vill ekkert sjá Joe berjast við Peter Manfredo jr. Hvorki boxið né Joe græða á því. Ég hefði viljað sjá Joe kenna Robert lexíu. Síðan seinna eftir að “Víkinga stríðsmaðurinn” Mikkel Kessler rústaði Librado Andrade(sem hann gerði 24. mars) hefði ég viljað sjá megasúper bardaga milli Mikkel Kessler og Joe Calzaghe sem er miklu verðugri og spennandi bardagi en Joe vs Peter Manfredo(getiði séð þetta fyrir ykkur?).
Staðan væri mun betri í yfirmillivigtinni, við værum að fara sjá sannan meistara rísa upp með allan glæsileika hinna fjögurra heimsmeistarabelta undir sér og þá fyrst færu hlutirnir að verða spennandi!. Mmmhmm ég fæ vatn í munnin við tilhugsunina.
Ég lýt á þennan bardaga milli Joe Calzaghe og Peter Manfredo Jr. sem aðsókn gegn boxinu og hreint prump og þó ég ætli að horfa á hann get ég ekki annað en fyllst reiði um hugsanirnar ef Joe Calzaghe hefði bara kennt Robert lexíu eins og sannur meistari og þá hefði hann verið miklu nær draumi sínum en hann er í dag.
En engin á þessari blessaðri plánetu fær staðreyndunum um stöðuna breytt. Svo ég vona að/veit að/vill að/skipa Joe Calzaghe að blása Peter Manfredo júníor burtu aftur yfir atlantshafi til amerísku hypevélarinar þann 7. apríl næstkomandi. Og við fáum að sjá almennilegan bardaga milli Mikkel Kessler og Joe Calzaghe!
Joe Calzaghe vinnur með TKO5 lotu.
Vill endilega fá skoðanir og verði ykkur að góðu.