Nýliðar í Þungavigtinni. Ég hef verið að fylgjast með nokkrum ungum og upprennandi þungavigtarköppum og hafa nokkrir sprækir kappar borið á góma. Mér langar til að deila nokkrum skoðunum mínum á þessum köppum sem ég hef tekið saman og kannski fá skoðanir frá öðrum sem tekið hafa eftir þeim eða öðrum. Hérna er um að ræða átta kappa sem flestir eru undir 28 sem ég tel vera mjög líklega til að eiga tækifæri á að hneppa heimsmeistaratitill.



Nr. 8
Denis Boytsov, aðeins 21 ára og ranked nr 30 hjá WBC með 17 sigra (16 KO) og núverandi heimsmeistari WBC í ungflokki frá 2006 eftir að hafa lúbarið Ondrej Pala sem þurfti að hætta útaf skurði. Síðan Denis hóf atvinnumannaferil sinn árið 2004 hefur hann stoppað 14 af andstæðingum sínum á undir 3 lotum. Denis er 185 cm að hæð og hefur honum verið líkt við Mike Tyson þar sem stíllin þeirra er mjög svipaður. Denis hefur nánast ekkert Jab, þar sem hann stekkur oftast inn í andstæðinga sína og saxar þá niður með skrokshöggum og krókum. Hann á það til að missa jafnvægið ef ein af kraftmiklu krókunum hans hittir ekki en með tímanum og reynslu á það eftir að batna. Denis hefur hingað til ekki en fengið verðuga andstæðinga. Verðugasti andstæingur hingað til var 29 ára gamli Edson Cesar Antonio sem var með 39 bardaga á þeim tíma. Denis náði að sigra með stigum og er þetta eini bardagin sem hann hefur ekki endað með rothöggi. Denis hefur nægan tíma enda er hann mjög ungur og bíð ég spenntur eftir þeim tíma sem hann fær alvöru tækifæri til að stíga upp um classa.

Nr. 7
Alexander V. Povetkin er Gullhafi á Ólympíuleikunum 2004 og með góðan áhugamannaferill að baki. Povetkin er 27 ára Rússi sem hóf atvinnumannaferilinn 2005 og er en ósigraður með 11 bardaga (9 KO) og ranked nr 16 hjá WBC. Povetkin er 188cm að hæð og hefur en ekki fengið að berjast en við nein stór nöfn enda bara nýbyrjaður að byggja uppferilinn. Síðasti bardagi var í 3 Mars þar sem Povetkin rotaði þann 34 ára gamla David Bostice í 2. lotu, David sem hefur verið óheppin átti ekki séns í Povetkin en david hefur meðal annars tekist á við Wladimir Klitschko og Calvin Brock en tapað gegn báðum.
Povetkin er alveg tilbúin að færa sig upp um class, og þætti mér gaman að sjá Chapman og Povetkin. Næsti Bardagi Povetkin er 5 Maí næstkomandi og er ekki en staðfest hver andstæðingurinn er.


Nr.6
Oleg Platov er 23 ára Úkraínumaður,fæddur í Belgíu og býr í Brussel. Pro ferill Platovs hófst 2001, síðan þá hefur Platov Sigrað 24 bardaga (20 KO) og tapað einum. Í Nóvember 2006 tókst Platov síðan að ná IBF Inter-Continental titlinum af 41 ára Henry Akinwande með Split Decision, þrátt fyrir háan aldur hafði Henry sigrað 9 bardaga í röð, eftir tap gegn Oliver McCall. Eina tap Platovs var tap með stigum í 6 lotna bardaga gegn Ludovic Mace sem er algjört noname í sjötta baradaga Platovs. Platov var slegin niður í 5 lotu. Þrátt fyrir það er hann ranked 19 hjá WBC og 12 hjá IBF. Platov er 188 cm að hæð og hefur sýnt að hann hefur talsverðan kraft þar sem 80% bardaga hans hefur hann endað með rothöggi. Í Febrúar náði hann að rota 37 ára nýliðan Zoltan Peto í fyrstu lotu í 4 lotna bardaga,sem mér fannst frekar skrítið matchup.Næst á dagskrá er hjá Platov er að fá góðan bardaga til að sanna sig almennilega, ég hef fulla trú á drenginum.

Nr. 5
Chris Arreola er 26 ára ósigraður bandaríkjamaður með 19 sigra (17 KO). Hann er 193 cm og hefur gífurlega góða höggþyngd. Hann ber viðurnefnið “The Nightmare” því hann á það til að vera versta martröð andstæðinga sinna sem hann mætir, kemur með gífurlegum krafti og eru flest rothögg hans undir 5 lotum. Frá því Chris byrjaði PRO ferill sinn 2003 hefur hann verið mjög upptekin og er staðráðin í að komast í raðir þeirra bestu, hann er þegar ranked 27 hjá WBC. Hann hefur verið sparrfélagi Wladimir Klitscko og James Toney og hlotið gott orð frá þeim. Eina helsti andstæðingur Chris hingað til er t.d Sedreck Fields sem er 50+ bardaga reynslubolti sem meðal annars sigraði Shannon briggs á sínum tíma. Hann þarf meiri reynslu og hann gæti alveg orðið hin versta martröð einhvers meistarans í framtíðinni.




Nr. 4
John David Chapman betur þekktur sem JD Chapman, er 25 ára Bandaríkjamaður sem hefur verið atvinnumaður síðan 2002. Chapman sem er ranked nr 17 hjá WBC er ósigraður með 25 sigra (22 KO). Vel stillti hægri rotarinn hans hefur vakið gífurlega athygli vestan hafs.Chapman var sparrfélagi Shannon briggs á tímabili og sagði Shannon aldrei hafa sparrað við neinn með svona mikinn kraft. Chapman sem er 196 cm hefur verið þungavigtar meistari Arkansas fylkis í BNA frá 2004. Það sem hrjáir Chapman mest er reynsluleysið, hann hafði aldrei æft ólympíska hnefaleika áður en hann byrjaði atvinnuferilinn. Reynsluleysið hefur hins vegar ekki haltrað honum,hann hefur nánast meðfædda hæfileika í að rota andstæðinga sína enda hefur hann fengið viðurnefnið “The natural”. Erfiðasti andstæðingur Chapmans hingað til var Edward Gutierrez, en Chapman var fyrstur til að stoppa Edward. Þeir félagar hafa mæst tvisvar og í bæði skiptin klárað allar loturnar og í bæði skiptin sigraði Chapman. Chapman hefur fengið góð högg á kjálkan á ferlinum en aldrei legið, enda bendir allt til þess að chapman sé með titan kjálka. Ekkert hefur sést af honum á þessu ári en hann hefur verið að reyna ná í Alexander V. Povetkin en chapman segir að Povetkin hunsi hann.


Nr. 3
Roman Greenberg var fæddur í Rússlandi býr í Israel en æfir í bretlandi. Ósigraður með 25 sigra (17 KO) hefur hann fengið gífurlega athygli jafnt vestanhafs og austan og er ranked 28 hjá WBC og nr 41 hjá boxrec. Hann er 190cm og stoltur gyðingur sem gengur inn með Davíðstjörnuna á stuttbuxunum.Árið 2006 hrifsaði Roman IBO Inter-Continental titilinn af Alexei Varakin með rothöggi í 6 lotu. Nú í þessum mánuði mæti hann Michael Simms og var það erfiðasti andstæðingur Romans hingað til, Roman náði að sigra með stigum.Það sem maður tekur eftir þegar hann er í hringnum er hvernig hann er lipur í fótahreyfingum,góður í að skjótast úr horninu ef hann er króaður af og með fljót viðbrögð og hraðar hendur. Margir segja að hann hafi ekki nógan kraft til að kljást við þá bestu í bransanum og að hann spili þetta í öryggi og geri bara nægjanlega mikið til að vinna staðin fyrir að gefa sig allan í bardagann.



Nr.2
Eddie Chambers frá Bandaríkjunum er með 28 sigra (16 KO) og enn ósigraður
og ranked 37 hjá WBC og 12 hjá WBO. Eddie er 25 ára og hefur fengið viðurnefnið “Fast” vegna þess hve hraður hann er miða við andstæðinga sem hann hefur sigrað Hann var á meðal annars sparrfélagi fyrrverandi heimsmeistarans Hasim Rahman. Eddie er 185 cm og var 97 kg í síðasta bardaga á móti Derrick Rossy, Eddie var einfaldlega of skólaður boxari fyrir Rossy sem er 26 með 15 bardaga og rotaði hann í 7 lotu. Á líkamsburði minnir hann einna helst á gömlu meistaranna, hann er ekki mjög hávaxin á nútíma þungavigta standard en hefur hraðan fram yfir kraft. Hann hefur sigrað gamalreynda kappa eins og Robert Hawkins og Ross Purrity sem á sínum tíma sigraði Wlad Klitscko og hefur hann sýnt að hann getur vel tekið á reyndum hnefaleikaköppum en næsta spurning er hvort hann sé tilbúin í næsta level.

Nr.1
Alexander Dimitrenko: Maður sem ég hef miklar mætur á, Dimitrenko er 24 ára Ukraínumaður og hefur hlotið viðurnefnið “Sascha”. Hann hóf PRO ferill sinn 2001 og er en ósigraður með 25 sigra (15 KO). Þjálfari Dimitrenko er Fritz Sdunek sem er fyrrverandi þjálfari Wladimir Klitschko. Með góðan áhugamannaferill að baki eða 65 bardaga með 57 sigra(35 ko) hann var meðal annars meistari í heimalandi sínu í unglingaflokk í súperþungavigt 1998 og 2001 vann hann rússneska súperþungavigtartitilinn. Hann hefur fengið litla athygli vestan hafs en er vel þekktur í Evrópu. Á atvinnuferli hans var hann IBF þungavigtarheimsmeistari í Ungflokki og er WBO Inter-Continental meistari frá 2005. Ferillin byrjar vel enda er hann þegar ranked 11 hjá WBA, 4 hjá WBO og 9 hjá WBC. Hann hefur sigrað menn á borð við Ross Purrity , nýliðan og harðjaxlin Chris Koval (24) sem hefur tekist á við shannon briggs en tapaði. 17 mars rotaði Dimitrenko síðan Danny Batchelder í 7 lotu.
Stíllin hans svipast mjög til Wladimir Klitschko hann notar hæðina þar sem hann er 201cm, hann nýtur hæðina vel með því að halda andstæðinginum í burtu með Jabi og ræðst svo til atlögu á réttri stundu.
Já…..