Staðreynd um Wladimir Klitscko Margir efast um Wladimir Klitschko og segja að hann hafi engan kjálka,ekkert hjarta og ekkert úthald. Þessir aðilar lifa í fortíðinni og neita að horfa á Wladimir í nýju ljósi. Flestir þessir aðilar eru kanar sem bera illan hug til hans vegna þess að hann er Evrópumaður frá Úkraínu staðsettur í þýskalandi og eina sem þeir muna eftir er tapið gegn Lamon Brewster.
Allir þessir aðilar virðast gleyma því að eftir tapið á móti Lamon Brewster 2004 var hann fyrstur til að stoppa Eliseo Castillion og hin margrómaða Samuel Peter sem er Ranked hjá flestum númer 2þessa daganna. Ekki má heldur gleyma að hann hrifsaði IBF heimsmeistaratitilinn af Chris Byrd þar sem hann gjörsamlega útboxaði þann reynda kappa ,til gamans má geta þá hafði Byrd sigrað bróðir Wladimir hann Vitali gat ekki haldið áfram bardaganum eftir 9 lotna stórorrust vegna meiðsla.
Næst á dagskrá hjá Wladimir Klitschko var Calvin Brock, wladimir fékk að velja andstæðing og varð brock fyrir valinu. Enda enginn furða þar sem Brock var ósigraður og margir voru farnir að gefa honum augað og ekki nema tímaspursmál fyrr en hann fegni tækifæri á titilskoti. Wladimir skolaði brock í burtu.
Tímin leið og nú áttu bókstafastrákarnir hjá IBF eins og þeir eru kallaðir í útlöndunm að útnefna andstæðing handa Wladimir. Þar varð fyrir valinu fyrrverandi glæpamaður og dópsali að nafni Ray Austin, ég veit ekki hvort þetta hafi verið Don King að verki eða hrein móðgun við wladimir að hálfu IBF. En það sem skiptir máli var að Wladimir gerði það sem hann þurfti að gera, blés “The Rainman” í burtu í 2 lotna tímasóun.
Margir er ósáttir með þennan bardaga enda fáránlegur en það er alls ekki Wladimir Klitschko að kenna. IBF skipaði honum að berjast á móti Ray eða leggja beltið frá sér, svona eru reglurnar og getur engin argast út í Wladimir útaf þessu.
Árið 2004 fékk Wladimir nýjan þjálfar, hann margreynda Emanuel Steward, sem áður hafði þjálfað Lennox Lewis. Hann hefur unnið í þolinu og breytt taktík Wladimirs. Það sáum við glögglega þegar Wladimir mætti Samuel Peter, þeir börðust þar til bjallan í lok 12 lotu glumdi. Wladimir skorti hvorki þol né hjarta í þeim bardaga, þó var hann slegin niður þrisvar en það stoppaði hann ekki í að standa upp aftur og vinna með stigum, var þar glerkjálki á ferð?
Sú staðreynd sem flestir vilja kasta fram um að Wladimir Klitschko hafi glerkjálka er þessir 3 ósigrar sem hann hefur á ferli sínum.Ósigrar gegn Ross Puritty ’98, Corrie Sanders ’03 og lamon Brewster ’04. Ross puritty bardagin endist í 11 lotur þar sem Wladimir hafði yfirhöndina alla leið þangað til þolið gaf sig og Ross kláraði bardagan, það sama gerðist í lamon brewster bardaganum. Wlad gaf allt í bardagan fyrstu 4 loturnar og hafði Lamon Brewster á hakanum en Brewster neitaði að láta rota sig. Í 5 lotu var Wlad búin með þolið og varð auðveld bráð. Corrie Sanders bardagin var sá furðulegasti á ferli Wlads, ég hef aldrei skilið þann bardaga, seint í fyrstu lotu náði Corrie sló wlad 2 en samt stóð wlad upp. Í annari lotu var Wlad síðan slegin 2 niður og var bardaginn stoppaður. Bardaginn einkenntist meira af áhugaleysi af hálfu Wlads en lélegum kjálka, það tók Corrie Sandars sem hefur klárað 70% bardaga sinna með rothöggi, 4 tilraunir til að slá Wladimir niður þar til dómarinn stoppaði bardagan.
Wlad hefur viðurkennt að á tímanum 2003-2004 hafi hann nánast misst allan áhuga á íþróttinni,hjartað vantaði en eftir tapið á móti Lamon gerðist eitthvað og kviknaði í honum þrá sem dreif hann áfram og gerir en.
Ég myndi valla kalla kjálka Wlads glerkjálka eftir 3 ósigra og þar oftast eftir úthaldsleysi eða áhugaleysi. En í dag er Wlad búin að sanna að hann hefur hjartað og þolið sem þarf og myndi ég segja að hann hafi bara brýðis kjálka.

En hvað er næst á dagskrá hjá Wlad hann á nú kost á að velja tvo aðila sem hann vill verja titilinn gegn áður en IBF þarf að skipa honum að berjast. Wlad hefur verið að leitast eftir sameiningar bardaga við einhvern af hinum heimsmeisturunum en þeir eru allir uppteknir, Shannon brigs vs Sultan Ibragimov 2 júní, Nikolay Valuev vs Ruslan Chagaev 15 apríl og síðast er það Oleg maskev vs Vitali Klitscko örruglega einhverja helgina í Júní.
Wlad vill ekki sitja aðgerðarlaus enda hefur hann leitast eftir rematchi við engan annan en Lamon Brewster!
Þarna er bardagi á ferðinni sem á eftir að skapa gífurlega athygli vestan hafs og þá fær Wlad loksins tækifæri til að sanna sig fyrir þröngsýnu könunum að hann sé ekki úthaldslaus skræfa með glerkjálka sem tapaði á móti Lamon Brewster.
Já…..