Sergio Mora öðlaðist frægð gegnum þáttöku hans og sigurs í Contender þáttaröðinni og margir eru á því að hann muni ná enn lengra í atvinnuhnefaleikum en hann hefur nú þegar gert.
Sergio þurfti eingöngu að berjast fjórum sinnum til þess að sigra contender þáttaröðina/útsláttarkeppnina en þáttakendur í henni voru fimmtán talsins. Það skal haft í huga varðandi sigur hans í contender þáttröðini að hann berst og barðist í millivigtinni áður en hann tók þátt í þáttaröðinni en margir þáttakendur í henni voru hinsvegar úr mun lægri þyngdarflokkum allt niður í létt veltivig.
Ég hef tjáð þá skoðun mína hér á huga að Sergio sé síður en svo slæmur boxari en ég hefði kannski ekkert átt að vera að því þar sem það lítur út fyrir að hann hafi nákvæmlega engan vilja til þess að sanna sig, hann barðist nýlega við Eric Regan sem berst sirkað tvisvar sinnum á ári að jafnaði og hefur unnið það sér til afreka að tapa fyrir Darmel Castillo boxara sem hafði þá sigrað níu sinnum en tapað 8 sinnum og að vera rotaður af Pedro Ortega sem var með tólf heil töp á bakinu og tuttugu og níu sigra þegar þeir börðust.
Andstæðingur Sergio í bardaganum á undan þessum var heldur ekki góður og hafði tapað sínum síðustu tveimur bardögum áður en hann tókst á við Sergio. Samt sem áður náði hann að setja Sergio á gólfið og að gera úr þessu spennandi bardaga.
Það er alveg nóg af góðri samkeppni í millivigtinni og má þá helst minnast á Kelly Palvik og Felix Sturm en nei Sergio og hans lið vill heldur takast á við einhverja algerlega óþekkta boxara. Svo talar þetta um að berjast við Jermain Taylor um titilinn, skringilegt val á andstæðingum fær mann svona aðeins til þess að setja spurningarmerki við ástæðurnar fyrir því, er verið að leita að einni stórri ávísun, eða ef til vill bara talað um bardaga á móti meistaranum til þess að auglýsa Sergio? Þetta val þeirra á andstæðingum eykur síður en svo trúverðugleika þessar áskorunar og fær mann til þess að halda að það sé engin alvara með þessu öllu saman.