Mér er ekki kunnugt um að aðrir hafi sest niður og skrifað upp Íslenska pund fyrir pund top tíu lista fyrir hnefaleika og það er mjög skiljanlegt í ljósi þess að ekki er langt síðan það hefði verið hálf ómögulegt að búa til slíkan lista. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær að það var lítil keppnisreynsla til staðar á Íslandi og lítið fyrir hendi til þess að bera saman keppendur, iðkendur voru fáir og flestir lítt þekktir og það til hvaða félags útfyllandi þekkti best hefði líklegast haft áhrif á uppröðun.
En nú er öldin önnur og þann tuttugasta og annan apríl tvöþúsund og sex fór fram fyrsta Íslandsmeistaramót í hnefaleikum í yfir 50 ár menn mættust tókust á og útkoman var ellefu Íslandsmeistarar.
Hvað er pund fyrir pund listi?
Á Íslandsmeistaramótinu mættust keppendur af svipaðri eða sömu stærð og tókust á, þeir sem sigruðu alla sína bardaga hrepptu hnossið og hlutu Íslandsmeistaratitla. Þegar pund fyrir pund listi er búinn til er það gert óháð þyngd. Sá er slíkan lista semur reynir að meta iðkenndur óháð því hvort þeir hafi tekist á og óháð því hversu þungir þeir eru.
Það er hægt að búa til pund fyrir pund lista út frá margvíslegum forsendum, tævr helstu forsendurnar sem algengt eru íhugaðar eru við útfyllingu slíkra lista eru A. Afrek og B. Færni. Sé eingöngu annari þessari forsendu gefinn gaumur en hin hunsuð þegar að því kemur að meta menn þá getur útkoman orðið ansi skondin. Sem dæmi mætti setja Ara Guðmundsson fyrrverandi þungaviktarmeistara í Hnefaleikum sem barðist síðast fyrir tugum árum síðan í fyrsta sæti slíks lista og í annað sætið mætti troða einhverjum sem aldrei hefur slegist. Því er mikilvægt þegar maður býr til lista sem þennan að afrek þeirra keppenda sem maður metur séu ný eða nýleg og að færni þeirra sé sönnuð á einhvern hátt.
Mín uppröðun:
1. Þórður Sævarsson
2. Stéfán Breiðfjörð Íslandsmeistari í millivigt. Valinn Hnefaleikari kvöldsins á Íslandsmeistaramótinu í Hnefaleikum
3. Skúli Steinn Vilbergsson
4. Þórir Fannar Þórisson Íslandsmeistari í veltivigt.
5. Alexei Páll Siggeirsson Barðist til úrslita í millivigtarflokki á Íslandsmeistaramótinu.
6. Skúli Ármannsson
7. Lárus Mikael Daníelsson Íslandsmeistari í þungavigt.
8. Arnar Óskar Bjarnason Barðist til úrslita í þungavigtarflokki.
9. Gunnar Óli Guðjónsson Íslandsmeistari í léttveltivigt.
10. Daníel Þórðarson Barðist til úrslita í veltivigtarflokki.
Ég vil taka það fram að ég varð ekki vitni að Íslandsmeistaramótinu en að ég hafi þrátt fyrir það séð alla þessa drengi berjast við önnur tækifæri. Ég vil einnig taka það fram að hér er eingöngu um mína eigin lauslegu skoðun að ræða og að hún endurspeglar ekki endilega skoðanir annara. Það væri hinsvegar skemmtilegt að heyra skoðanir annara og þau rök sem aðilar geta fært fyrir þeim óháð því hvort þær stangast á við mína eigin eður ei.
Ef þér langar til þess að taka þátt í Hnefaleikum skoðaðu þá síðuna Taktu þátt! undir forsíðu áhugamálsins Box á henni er að finna upplýsingar um helstu hnefaleikafélög og æfingaraðstöður á Íslandi.