15 September!!!!!! Þetta er dagsetning sem allir áhugamenn um hnefaleika eiga að taka frá fyrir sig.
Það er mikil eftirvænting í hnefaleika heiminum út af lokabadaga Milliviktarmóts Don King.Þegar þessi bardagi verður er þetta stærsti viðburður í millivikt síðan Sugar Rey Leonard sigraði Marvelous Marvin Hagler 1987 í gríðarlega góðum bardaga.Það eru flestir sem halda að Trinidad eigi eftir að sigra Hopkins þar sem Hopkins er orðinn 36 ára gamall og hafi ekki barist við neina marktæka andstæðinga undanfarið en hinsvegar er líka talað um að í bardaganum á móti Keth Holmes þá hafi Hopkins verið ótrúlega hraður bæði á höndum og fótum þrátt fyrir háan aldur.Ég hinsvegar sá ekki þann bardaga þannig að ég get ekki sagt neitt um það.Það væri gaman að fá ykkar álit á því hvernig karlinn stóð sig þar.
Ég held ég hafi þetta ekki lengra í þetta skipti en ætla að koma með eitthvað meira þegar nær dregur.Þeir sem vilja lesa meira um þetta ættu að kíkja í nýjasta Hefti The Ring.
Kveðja El Toro