Jæja ég hef nú svo gaman af MMA (Mixed martial arts) keppnum eins og Pride Fighting Championship (www.pridefc.com) og Ultimate Fighting Championship (www.ufc.tv) að ég ákvað að skrifa smá grein um þær hræringar sem hafa átt sér stað, og þetta er líklega eini “viðeigandi” staðurinn til þess :) Enda er smá box ívaf í þessu.
Það helsta sem er að gerast er að UFC (Ultimate Fighting Championship) eru komnir með nýja eigendur sem eru ekki jafn peningagráðugir og fyrrverandi eigendur. Þannig var það að UFC var sett upp sem hrein slagsmál milli 2 manna þar sem allt væri leyft, og þar af leiðandi var hafin herferð gegn þeim og misstu fyrrverandi eigendur þess Kapal leyfið og þar með minnkuðu tekjur þess (og þar með peningar sem þeir gætu borgað keppendum) verulega. En hinir nýju eigendur hafa unnið MIKIÐ í því að fá þetta viðurkennt sem löggilda íþrótt og það hefur þeim tekist, hún hefur verið samþykkt sem íþrótt af Nevada íþrótta ráðinu sem þýðir að þeir geta haldið löglegar keppnir í Las Vegas. Þetta hefur það í för með sér að það þarf löggilda dómara og hafa margir dómarar úr Box stéttinni lýst yfir áhuga á að læra að verða dómarar og dæma MMA bardaga.
Einnig hefur nokkrir boxarar lýst yfir áhuga á að taka þátt í svona keppnum og spreita sig í þessarri nýju íþrótt, meirað segja hafa heyrst fréttir um að Mike Tyson sé að æfa sig fyrir MMA (þó að það séu líklega stórlega ýktar fréttir, þá er einn góður vinur hans með stærri stjörnunum í MMA).
Það verður gaman að sjá hvernig boxarar (bæði dómarar og keppendur) munu standa sig í MMA, það er öllt önnur íþrótt en það getur enginn neitað því að það er enginn í MMA með jafn góða handatækni og boxararnir. Stærsta hindrunin er líklega að læra að slást á jörðinni og geta varist því að lenda þar, ef þeim tækist að halda sér standandi er ekki hægt að stöðva þá.
Ef þið hafið áhuga á að lesa fréttir eða horfa á video frá þessarri STÓRskemmtilegu íþrótt framtíðarinnar lítið endilega á www.sherdog.com sem er ein helsta MMA síða í heiminum.