Karate þjálfarinn minn og ég vorum einmitt að velta þessu fyrir okkur með slagsmál og sjálfsvarnar íþróttir. Fólk getur eytt(og þar á meðal ég!) endalausum tíma í að velta fyrir sér hvaða bardagalistir eru árangurs ríkar og hverjar ekki!
Í gegnum tíðina hefur það komið í ljós að það sem úrskurðar sigurvegara í götuslagsmálum er sá sem er einfalega meira “fucked up” í heilabúinu. Það er ekkert grín að lenda í einhverjum snaróðum 140 kg manni sem sér aðeins rautt, og er með eitt mission í gangi…seek and destroy, mér þætti gaman að sjá einhvern reyna nýtt arm-lock á svoleiðis trölli.
Það sem boxarar og martial artist eiga sameiginlegt er að með stífum æfingum vex sjálfsöryggið og út það snýst sjálfsvörn! Að fólk öðlist sjálfstraust og flest allir þeir sem eru sjálfsöryggir eru ekki í leit að hasar.
Á karate æfingum höfum við oft æft spörk, högg og ýmsar læsingar. En eins og ég sagði áður, í sambandi við “óða manninn” þá er mjög erfitt að læsa viðkomandi, nema menn hafi æft læsingar í mjög langan tíma og eru líkamlega sterkari en árásarmaðurinn.
Það sem virkar að mínu mati er að koma andstæðingnum á óvart, t.d. með því að öskra(það virkar)og fara eftir viðkvæma staði, t.d. nárinn, pungurinn.
En í 95% tilvika geta menn komist hjá slagsmálum með því að vera kurteisir, hógværir og spjalla á rólegu nótunum. Og það er besta sjálfsvörnin að mínu mati…hæfileikinn eða kunnáttan til þess að tala fólk til, vera cool á því!
Endilega komið skoðunum ykkar á framfæri!Svo þurfum að skrifa meira og velta fyrir okkur árinu 2006..þar sem að Hatton, Mayweather og Cotto verða í sviðsljósinu..what a year!!