Rocky Marciano
Fæddur:1.September 1923.
Látinn:31. ágúst 1969.
Þjóðerni: Bandarískur (af ítölskum ættum)
Gerðist atvinnuboxari árið 1947.
Heimsmeistari í þungavigt 1952-1956.
Sigrar:49.Ósigrar:0.Jafntefli:0.Sigrar á rothöggum:43.
Rocco Marchegiano, sem tók upp nafnið Rocky Marciano, barðist fjörutíu og níu sinnum sem atvinnuboxari í þungavigt á glæsilegum ferli sínum og sigraði alltaf. Þetta er met sem margir þungavigtarboxarar hafa reynt að jafn, en engum þeirra tekist
Rocky er lágvaxnasti heimsmeistari í sögu þungavigtarinnar. Hann var ,,aðeins'' 178-180 cm að hæð og handstuttur að auki, sem olli því að hann varð ætíð að berjast í návígi. Hendurnar bjuggu þó yfir hrikalegum höggkrafti, enda sló hann frá fyrstu sekúnduna hverrar viðureignar og hætti ekki fyrr en andstæðingurinn lá í gólfinu, eða hljóp frá honum, en sex af mótherjum hans gerðu slíkt. Það skipti engu máli hvað var fyrir framan Rocky - ekkert gat stöðvað hann. Aðeins einn af mótherjum hans, Ezzard Charles sem var heimsmeistari í þungavigt 1949 - 1951, stóð út allar loturnar gegn honum sem þótti frábært afrek, þrátt fyrir að Rocky ynni hann nokkuð auðveldlega á stigum. Aðrir voru ýmis rotaðir eða þá flýðu af vettvangi áður en til þess kom.
Rocky Marciano lést í flugslysi árið 1969; daginn fyrir fjörutíu og sex ára afmælið sitt. Hans verður ávallt minnst fyrir metið sem hann setti ódrepandi vilja og hinn þungu högg.