Heimsmet í boxinu
Lengstu viðureignir
Lengsta skráða viðureign með berum hnefum er sex kl og fimmtán min. Þeir sem börðust svona lengi berhentir voru James Kelly og Jack Smith. Bardagi þeirra var háður í Ástralíu árið 1855.
Lengstu skráðu viðureignir með hönskum háðu Andy Bowen og Jack Burke í Bandaríkjunum árið 1893. Keppnin stóð í hundrað og tíu lotur, eða sjö klukkustundir og nítján mínútur. Enginn úrslit fengust þar sem keppninni var hætt þegar hvorugur keppenda var fær um að halda áfram. Síðar voru þannig lyktir kallaðar jafntefli.
Flestar lotur í einni viðureign litu dagsins ljós á Englandi árið 1825. Þær voru hvorki fleiri né færri en tvöhundruð sjötíu og sex og tóku bardaginn fjóra og hálfa klukkustund. Þeir sem þarna áttust við voru Jack Jones og Patsy Tunney. Sá fyrrnefndi sigraði.
Stystu viðureignir
Gerður er greinarmunur á fljótasta rothöggi og stystu viðureign. Al Couture rak Ralph Walton rothögg þegar sá síðarnefndi var að bjástra við gúmmíhlíf sína úti í horni sínu eftir aðeins tíu og hálfa sekúndu ( þar með talinn tíu sekúnda talning). Bardagi þeirra fór fram í Bandaríkjunum árið 1946. Rétt er að geta þess að hafi tíminn verið rétt mældur þá hlýtur Coutere að hafa verið kominn hálfa leið yfir völlin þegar bjallan hringdi. Stysta viðureign, þar sem annar keppandinn þjófstartaði ekki, átti sér stað í Bandaríkjunum árið 1947. Þá gerði Mike Collins sér lítið fyrir og sló Pat Brownson í gólfið í fyrsta höggi. Keppnin var stöðvuð án talningar eftir fjórar sekúndur.
Stystu úrslitarviðureignir í heimsmeistarkeppni eru tuttugu og fjórar sekúndur. James Waring þurfti ekki lengri tíma til þess að rota James Pritchard í úrslitum í milliþungavigtinni í Salemi á Ítalíu árið 1991 og sami tími nægði einnig Bernhard Hopkins til þess að rota Steve Frank í úrslitum millivigtinnar í Phönix í Bandaríkjunum árið 1996.
Stysta úrslitarviðureign í heimsmeistarakeppni í þungavigt stóð yfir í fimmtíu og fimm sekúndur þegar James J. Jeffries rotaði Jack Finnegan í Bandaríkjunum aldamótaárið 1900.
Hávaxnasti hnefaleikarinn
Hávaxnasti hnefaleikarinn sem vitað er um var Rúmeninn Gogea Mitu. Hann var tvöhundruð þrjátíu og þrír cm að hæð og hundrað og fjörutíu og átta kíló að þyngd, Mitu mældist þetta árið 1935. John Rankin, sem var upp á sitt besta í kringum 1950,var sagður hár Rúmenanum.
Lengsti keppnisferlil
Bobby Dobbs er sagður hafa keppt í þrjátíu og níu ár, frá 1875 til 1914. Jem Mace, sem gekk undir nafninu ,, Tatarinn'' átti lítið skemmri feril, eða þrjátíu og fimm ár. Hann barðist í hringnum á árunum 1855 til 1890.
Flesta viðureignir á ósigurs
Edward Henry Greb tapaði aldrei hundrað sjötíu og átta viðureignum á tímabilinu 1916 til 1923 - en inni í þeirri tölu eru þó hundrað og sautján viðureignir þar sem ekki fengust úrslit og myndu sennilega kallast jafntefli í dag. Packey Mcfarland barðist aftur á móti níutíu og sjö sinnum frá 1905 til 1915; vann níutíu og tvær þeirra og gerði fimm jafntefli. Spánverjinn Pedro Carrasco hefur hins vegar unnið flestar viðureignir í röð, eða áttatíu og þrjár, frá 1964 til 1970. Þá gerði hann jafntefli, en sigraði síðan í níu bardögum eftir það. Carrasco beið loks ósigur í í ársbyrjun 1972.
Flest Rothhögg
Flesta sigra, sem samkvæmt reglum flokkast undir rothögg, hundrað fjörtíu og fimm alls,vann Archie Moore (skírður Archibald Lee Wright) á keppnisferli sínum frá 1936 til 1963. Met í rothöggum í röð án hins vegar Lamar Clark, en hann sigraði á þann hátt í fjörutíu og fjórum bardögum frá 1958 til 1960. Þar af rotaði hann eitt sinn sex á einu kvöldi - þeirra í fyrstu lotu.
Gildasti Sjóður
,,Stríðsmaðurinn'' Mike Tyson fékk þrjátíu milljónir bandaríkjadala fyrir bardagana á móti Frank Bruno, þann 16 mars 1996, og sömu upphæð fékk hann einnig fyrir bardagann gegn Evander Holyfield, þann 9 nóvember ber sama ár. Tyson vann fyrri viðureignina en tapaði þeirri síðari.
Hæstu tekjur á keppnisferli
Hæstu tekjur, sem vitað er um að hafi komið í hlut boxara á keppnisferli, eru áætlaðar yfir þrjúhundruð milljónir Bandaríkjadala. Það er enginn annar en Mike Tyson sem hefur stungið þeim í vasann.
Mesta aðsókn
Mesta aðsókn, þar sem áhorfendur borguðu fyrir að sjá hnefaleikakeppni, telur hundrað þrjátíu og sex þúsund manns. Þessi áhorfendafjöldi borgaði sig inn á viðureign Julio Cesar Chavez og Greg Haugen, þann 20. febrúar 1993, um WBC titilinn í léttveltivigt. Viðureignin, sem var utanhúss, var háð á Estadio Azteca-leikvagninum í Mexíkóborg. Chavez,sem er frá Mexíkó og þjóðhetjan þar, sigraði Haugen í fimmtu lotu. Innanhússmetið er hins vegar sextíu og þrjú þúsund þrjúhundruð og fimmtíu. Sjá fjöldi var mættur á síðari viðureign Muhammed Ali og Leon Spinks árið 1978. Bardaginn var háður í Superdome í New Orleans í Bandaríkjunum og sigraði Alí; varð þá heimsmeistari í þungavigt í þriðja sinn, en hann hafði áður tapað tigninni til Spinks.
Minnsta aðsókn
Minnsta aðsókn á úrslitakeppni í þungavigt var tvöþúsund fjögurhundruð þrjátíu og fjórir. Þessar fáu hræður voru mættar til þess að sjá Sonny Liston og Cassius Clay (síðar Muhammed Ali) berjast í Lewston í Maine í Bandaríkjunum árið 1965. Að sjálfsögðu vann Cassius.
Lengsti meistaraferill
Joe Louis (skírður Joseph Louis Barrow) var heimsmeistari í þungavigt samtals í ellefu ár og tvöhundruð fimmtíu og tvo daga og er það met hvað varðar lengd meistaraferils í öllum þyngdarflokkum.
Stysti Meistaraferill
Stysta meistarferilinn í hnefaleikum á Tony Canzeroni. Hann varð heimsmeistari í veltivigt 21. maí 1933 og hélt titlinum í þrjátíu og þrjá daga eða til 23. júní sama ár.
Yngsti hnefaleikarinn til þess að hampa heimsmeistaratitli var Wilfredo Benitez frá Puerto Rico. Hann var sautján ára og eitthundrað sjötíu og sex daga gamall þegar hann varð heimsmeistari í veltivigt árið 1976. Þá vann hann ríkjandi meistara WBA sambandsins, Antonio Ceravantes, og hirti af honum beltið.
Elsti heimsmeistarinn
Elsti Hnefaleikarinn til þess að vinna heimsmeistaratitill var George Foreman. Hann var fjörutíu og sex ára og tvöhundruð áttatíu og sjö daga gamall þegar hann vann WBA og IBF beltið í þungavigt af Micheal Moorer árið 1994.
Sá elsti til þess að verja heimsmeistartitil
Archie Moore var elsti hnefaleikarinn til þess að verja heimsmeistartitilinn. Reyndar fer tvennum sögum af aldri hans. en þegar hann varði titilinn í léttþungavigt gegn Guilio Rinaldi árið 1961, var hann talin vera annaðhvort fjörutíu og fimm eða fjörutíu og átta.
Keppt í flestum þyngdarflokkum
Sá eini, sem verið hefur heimsmeistari í þremur þyngdarflokki, samtímis var Henry,, Homicide Hank'' Armstrong. Hann var heimsmeistari í fjaðurvigt, léttvigt og veltivigt frá ágúst til desember 1938. Armstrong gerðist prestur eftir að hnefaleikaferilinum lauk og þá upp nafnið Henry Jackson, sem var skírnarnafn hans.
Eini örventi heimsmeistarinn
Michael Moorer er eini örvhenti hnefaleikarinn sem orðið hefur heimsmeistari í þungavigt. Hann vann WBA og IBF beltin af Evander Holyfield árið 1994, en tapaði þeim reyndar nokkrum mánuðum síðar til George Foreman. Aðeins tveir aðri örvhentir boxara í þungavigt hafa barist í titilbardaga; Þjóðverjinn Karl Mildenberger, sem Ali rotaði í tólftu lotu, og Richard Dunn - einnig rotaður af Ali og það í fimmtu lotu.
Oftast sleginn í gólfið í sömu viðureigninni
Vic Toweel frá Suður-Afríku sló Englendinginn Danny Sullivan fjórtán sinnum í gólfið í tíu lotum áður en sá síðarnefndi dró sig í hlé í úrslitaviðureign þeirra í bantmavigt í Jóhannesarborg í heimalandi Toweel árið 1950.
Mesta Samanlögð heildarþyngd tveggja keppenda
Mesta samanlögð heildarþyngd tveggja keppenda í viðureign var þrjúhundruð og sautján kíló.Þarna voru þungavigtarmennirnir Claude ,,Humphrey'' Mcbride (154 kg) og Jimmy Black (163 kg) á ferð. Bardagi þeirra fór fram í bandaríkjunum árið 1971 og sigraði sá léttari,
Einu tvíburarnir sem heimsmeistarar
Thailensku tvíburarnir Khaosai og Khaokor Galaxy eru þeir einu ,,sinnar tegundar'' sem orðið hafa heimsmeistarar í hnefaleikum. sá fyrrnefndi vann fluguvigtartitilinn árið 1984, en hinn WBA titilinn í bantamavigt árið 1988.
Þyngsti heimsmeistarinn í þungavigt
Þyngstur af heimsmeisturunum í þungavigt var Ítalinn Primo Carnera. Hann vó hundrað tuttugu og eitt kg þegar hann vann titilinn af Jack Sharkey í Bandaríkjunum í árið 1933.
Léttasti heimsmeistarinn í þungavigt
Léttastur af heimsmeisturunum í þungavigt var Englendingurinn Robert James ,,Bob'' Fitzimmons.Hann var sjötíu og fimm kíló þegar hann rotaði James Corbett í Bandaríkjunum árið 1897.