Archie Moore
Fæddur:13. desember 1913 eða 1916(móðir Moore sagði að hann væri fæddur 1916,en sjálfur

segir hann vera fæddur 1916)
Þjóðerni:Bandarískur
Gerðist Atvinnuboxari árið 1935.
Heimsmeistari í Léttþungavigt: 1952-1962
Sigrar:183.Ósigrar:24.Jafntefli:10. Sigrar á rothöggi:131.

Hinn ,,aldurslausi´´ Archie Moore,eða Archibald Lee Wright eins og hann heitir réttu nafni,

var búin að vera atvinnuboxari lengi þegar hann fékk loksins færi á titilbardaga.Ástæðan

fyrir því var sú, að ríkjandi meistarar óttuðust hann.Þeir forðust í lengstu lög að mæta

galdramanninum í hringnum, enda kunni hann öll trix í bókinni og er talinn besti

varnarboxari allra tíma. Þá var hann með afbrigðum höggþungur og skilaði sá hæfileiki honum

heimsmetið í rothöggum.Eru þá meðtaldir allir helstu rotararnir í öðrum þyngdarflokkum.
Menn gátu ekki annað en dáðst að stílnum hann Moore. Kappinn var oftast rólegur og

yfirvegaður í hringnum, en þó jafnframt skeinuhættur hverjum sem var.Ef andstæðingur hans

gerði mistök, eða sofnaði á verðinum,þá var þeim sama umsvifalaust refsað, yfirleitt með

rothöggi.
Archie Moore er orðinn háaldraður. Samt er karlinn þrælsprækur.Hann lagði fyrir sig

kvikmyndaleik og síðar hnefaleikaþjálfun eftir að bardagaferli hans lauk og hefur starfað

við það síðarnefnda allt fram til þessa. Á meðal þeirra sem hann hefur þjálfað eru Muhammad

Ali og George Foreman.Archie Moore er goðsögn í dag og einn besti varnarboxari sögunnar í

léttþungavigt.