,,Marvelous´´ Marvin Hagler
Fæddur:23. Maí 1952.
Þjóðerni:Bandarískur.
Gerðist Atvinnuboxari árið 1973.
Heimsmeistari í millivigt:WBA 1980-1987 og WBC 1980-1983(WBC Titilinn var dæmdur af honum árið 1983 eftir ómerkilegan ágreining hans við WBC
sambandið.Titlana hafði Hagler unnið í einum og sama bardaganum og varði kappinn þá báða fyrst í stað,en aðeins WBA titilinn frá seinni hluta vetrar 1983).
Sigrar:62 Ósigrar:3 Jafntefli:2 Sigrar á Rothöggum:52
,,Hinn undursamlegi´´ Marvin Hagler varði WBA titilinn (og að hluta til einnig WBC) í millivigtinni tólf sinnum og enduðu ellefu þeirra bardaga með rothöggi.
Hagler leit út eins og sannur stríðsmaður, með krúnurakað höfuð og stæltan skrokk.
Árið 1985 sigraði hann Thomas Hearns og stóð viðureignin yfir í þrjár lotur. Þessar Lotur eru taldar þær stórkustlegustu í sögu millivigtarinnar. Hagler, sem
er snillingur í að skipta yfir í hægri og vinstri stöðu í hringnum,fór þarna á kostum.
Árið 1987 barðist Hagler við Sugar Ray Leonard, tapaði fyrir honum naumlega á stigum og missti WBA titilinn yfir til han. Flestir voru á þeirri skoðun að
Hagler hefði unnið, en dómararnir reyndust á öðru máli.
,,Það munaði minnstu að ég henti stól í sjónvarpstækið þegar ég horfi á Hagler stuttu eftir slaginn.
Eftir þetta hætti Hagler í boxinu og sneri sér að kvikmyndaleik á Ítalíu með góðum árangri. Honum hafa verið boðnar milljónir dala fyrir að snúa aftur í
hringinn, en hann er einn af sárafáum heimsmeisturum í boxinu sem hefur hætt - einu sinni - og staðið við Það.