Væri áhugi á þessu? Nú eru margir komnir með breiðbandið eða “cable” eins og það heitir á ensku, og fjölmargir á íslandi hafa áhuga á Boxi eða stunda einhvers konar bardagaíþrótt. Það þarf ekki einu sinni að stunda Box eða einhverja aðra bardagaíþrótt til að geta haft mikinn áhuga á því. Þannig ég var að velta fyrir mér hvort áhugi væri á íslandi fyrir að fá á breiðbandið nýja Cable rás sem er að verða til í Bandaríkjunum. Rásin heitir “The fighting channel” og mun vera með 3 aðal “Greinar” sem þeir focusa á. Nr1 er box hjá þeim skilst mér, svo fjalla þeir einnig mikið um “wrestling” en það er ekki Hulk Hogan eða svoleiðis, undir þetta felst Sumo/Judo/Jiu Jitsu og fleira. Einnig verða margir þættir um Aðrar bardagaíþróttir s.s. Kung Fu/Karate/Tae Kwon Do og mikið einni fjallað um Mixed Martial Arts. Sem eru keppnir eins og Ultimate Fighting Champions og fleiri keppnir þar sem öll brögð eru leyfð.
Það verður mun ítarlegri box umfjöllun þarna. Talað um hvernig Oscar De La Hoya undirbýr sig fyrir bardaga, hvað borðar Tito? Og fleiri eftir þessu. Ekki bara titilbardagar heldur sýndir amatör jafnt sem pro box. Þeir lofa líka að minnsta kosti einum “international” bardaga í viku, farið til staða eins og frakklands og thailands og fylgst með stórum bardaga þar.
Svo verður almennur fréttaflutningur um allar bardagaíþróttir víðsvegar um heiminn og það verða svona “correspondents” sem ferðast um heiminn og verða með nýtt og original efni til að sýna á rásinni auk þess sem þeir verða með samninga við aðrar fréttastofur um að veita sér fréttir af viðburðum um heiminn.
Við erum að tala um 24/7 stöð og það verður líka svona “workout” dæmi, s.s. heimaleikfimi. Það verður Tai Chi heimaleikfimi og Kickbox og eitthvað þar fram eftir götunum, líka barnaefni með einhverju ívafi í bardagaíþróttir.
Ég veit ekki um ykkur en ég alveg slefaði þegar ég las allt þetta, ég hef ágætis áhuga á boxi og mikinn almennan áhuga á öllum bardagaíþróttum og langar MIKIÐ í að geta horft á þetta. En er áhugi fyrir þessu á fróninni? Það mikill að það borgi sig fyrir breiðvarpið að reyna að taka þetta inn? Ég vill reyndar taka fram að rásin er ennþá á byrjunarstigi, ekkert búið að ákveða og samningarviðræður standa ennþá yfir. En ef þið viljið kynna ykkur málið betur mæli ég með <a href="http://www.thefightchannel.com/">heimasíðunni þeirra.</a>
Endilega látið heyra í ykkur hvernig ykkur líst á þetta, alla vega finnst mér að ef það er hægt að fá stöð með jaðaríþróttir og slappt klám þá sé hægt að fá þetta :)