Johnny Ruiz er besti þungavigtarboxarinn
Vitaly nokkur Klitschko nýtur mikillar athygli þessa dagana en margir telja að sú athygli sé óverðskulduð og að aðrir hafi unnið mun merkilegri afrek í hans þyngdarflokk og að þar fari fremstur í flokki Johnny “The Magic Man” Ruiz.
Ruiz byrjaði að berjast sem atvinnumaður í boxi árið 1992 og hefur síðan þá unnið í 41 bardaga, tapað eingöngu 5 sinnum og eingöngu 1 sinni barist upp á jafntefli. Það sem oftast fylgir þó ekki sögunni er að í öll þau skipti er Ruiz hefur barist án þess að ganga með sigur af hólmi þá hefur það oldið deilum og hneykslun meðal einstaklinga innnan hnefaleikaheimsins.
Sem dæmi um afrek Ruiz má nefna þrjá sigra hans gegn prime Evander Holyfield, sigur hans gegn Kirk Johnson ólympíu silvurmedalíu meistara, sigur hans gegn Andrew Golota sem hafði fyrir þann bardaga á sannfærandi hátt sigrað Chris Byrd IBF meistaran í þungavikt sem einmitt sigraði Vitaly Klitschko á sínum tíma, sigur hans gegn Jimmy Thunder sem á þeim tíma þótti mjög efnilegur og sigur hans gegn Hasim Rahman sem þekktastur er fyrir að hafa rotað Lennox Lewis. Einnig er vel þess virði að minnast á það að Lennox Lewis forðaðist Johnny Ruiz eins og heitan eldin meðan hann var enn að og lét frá sér WBA beltið í þungavigtinni í stað þess að verja það gegn honum.
Johnny Ruiz mun bráðlega berjast við James Toney fyrrverandi yfirmillivigtarmeistara og fyrrverandi curiservigtarmeistara sem eitt sinn var í efsta sæti á öllum pund fyrir pund listum og binda menn vonir sínar við það að nafn Johnnys muni birtast ofan á þeim lista að bardaganum loknum.
Því miður þá bólar ekkert á því að Vitaly samþykki áskorun Ruiz og gefi honum tækifæri á því að binda enda á þennan ágreining um það hver sé bestur í þungavigtini heldur herma nýjustu fréttir það að Vitaly hafi nýlega skrifað undir samninga gegn Hasim Rahman sem leit allt annað en ógurlega út gegn Johnny Ruiz.
Aðdáendur Ruiz eru vonsviknir og orðnir þreyttir á því að bíða eftir því að þeirra maður hljóti verðskuldaða virðingu fyrir sín verk, en aldrei er að vita hvað Don King getur gert og fyrr eða síðar mun Vitaly annað hvort þurfa að berjast við Ruiz eða viðurkenna að hann þori ekki í hann.