William Harrison Dempsey fæddist í Manassa Colorado þann 24 júní 1895. Hann átti 11 systkini og fór að heiman 16 ára að aldri. Hann laumaði sér oft með lestum og dvaldist reglulega í litlum þorpum nálægt námum. Það var á þeim tímapunkti að hann lærði að berjast, og í umsjón Jack “Doc” Kearns rotaði hann Jim Flynn, Fred Fulton, fyrrum heimsmeistara í léttþungavigt Battling Levinsky og Gunboat Smith.
Fyrir þá sem þekkja ekki Jack Dempsey þá er óhætt að segja það að hann er einn skæðasti og miskunarlausasti boxari sögunnar. Hann pressaði frá því að bjallan glumdi, beitti höfuðhreyfingum sem sáust ekki aftur fyrr en Tyson kom á sjónarsviðið og bjó yfir hrikalegum höggþunga.
Þegar Jack kynntist hnefaleikunum fannst honum þetta frábært tækifæri, þarna notuðu menn hanska fylgdu reglum og hann gat gert það sem hann gerði best…að slást! Hann sagði að slagsmálum á börum væru mun hættulegri, og eitt af því sem hann lærði þar var að því fyrr sem bardaginn endar því betra! Enda enduðu tveir bardagar á hans ferli á innan við 14 og 18 sekúndum.
4 Júlí 1919 skoraði Jack Dempsey á Jess Willard. Jess Willard var risi, maðurinn sem rotaði sjálfan Jack Johnson! Dempsey hafði aldrei séð Willard fyrr en þeir mættust í hringnum og vissi um leið að þetta yrði bardagi upp á líf og dauða. Jess Willard fékk á sig eitt þyngsta högg sem sögur fara af…hann nefbrotnaði, kjálkabrotnaði, einhverjar tennur flugu út úr honum og hann kinnbeinsbrotnaði. Þetta var í upphaf 1 lotu! Eftir þrjár hrottalegar lotur var Jess Willard einnig búinn að rifbeinsbrotna, hljóta skemmd á heyrn og fékk einhverjar innvortis blæðingar.
Í kjölfar bardagans voru settar á nýjar reglur, reglur sem kváðu um að keppendur skulu fara í hlutlaust horn eftir að andstæðingurinn hefur verið sleginn niður.
Bandaríkin elskuðu Jack Dempsey og hann átti eftir að verða ein fyrsta íþróttarstjarna bandaríkjanna.