Suarez svarar fyrir sig!
Oscar Suarez, þjálfari Prins Naseem Hamed, hefur verið að sýna klærnar í blöðum uppá síkastið. Emanuel Steward fyrrum meðþjálfari Hamed sakaði Suarez um að sinna ekki skyldum sínum sem þjálfara í undirbúningnum fyrir Barrera bardagan. Suarez svaraði því að hann hafi þjálfað Hamed í 10 vikur og að Hamed hafi verið í toppformi en afturámóti voru Lewis og Steward í Vegas að leika í mynd á meðan Rahman var við fullar æfingar og þið sáuð öll hvernig fór fyrir Lewis, Suarez sagði ennfremur að maður ætti ekki að krítísera æfingaprógramm annara ef maður getur ekki einu sinni þjálfað sína eigin boxara. Hann sagði einnig að Steward hafi ekki hætt hjá Hamed heldur hafi hann verið rekinn! Ekki veti ég hvað er mikið til í þessum ásökunum en satt er að Steward hélt ekki nógu miklum aga í herbúðum Lewisar þannig að ég væri spar á gagnrýnisorðin ef að ég væri hann