Pælingar um Tyson
Tyson er án efa eitt helsta spurningamerkið í atvinnumannahnefaleikum í dag. Enginn veti í raun og veru hversu góður hann er en flestir eru sammála um að sé ekki nánda nærri eins góður og hann var á ofanverðum 9. áratugnum þarsem hann slátraði hverri goðsögninni á fætur annari. Spurningin sem ég velti fyrir mér er hvort hann þurfi að vera jafn góður og hann var til að verða meistari aftur. Margir segja að Lewis hafi sýnt á móti Tua hvað þurfi til að sigrast á Tyson, ég er alveg einstaklega ósammála. Þótt að Ttson og Tua virðist eins í líkamsvexti þá eru þeir tveir mjög mismunandi boxarar. Tua er meira jarðýta, fikrar sig alltaf nær og nær andstæðingi sínum áður en hann lætur bomburnar vaða, aftur á móti er hann alls ekki handhraður og getur orðið ragur ef hann finnur að andstæðingur sinn hefur yfirhöndina. Aftur á móti er Tyson óhugnarlega handhraður boxari sem er sjaldgjæft með jafn höggþunga boxara og honum gegnur best ef að andstæðingurinn er í vörn. Ef að Lewis mundi bakka og nota stunguna mundi tyson einfaldlega beygja sig undir hana og rota hann. Lewis þyrfti að reina að gera það sama og Holyfield gerði, þ.e. slá og læsa en ég held að það hennti alls ekki Lewis sérstaklega ef að hæðramunurinn er jafn mikill og raun ber vitni. Og ef að Lewis ætlar að fara “Toe to Toe” við Tyson verður hann að vera tilbúinn að brenna svakalegri orku sem ég held að Lewis eigi ekki inni. Hann var t.d. frekar búinn eftur Tua bardagann þótt hann hefði varla hreift sig í honum og þið sáuð hann náttúrulega á móti Rahman, byrjaður að blása í annari lotu. Frá mínu sjónarhorni sýnist mér Lewis henta Tyson mjög vel, e´g veti ekki með ykkur.