Lewis VS Tyson ekki útilokaður!
Heyrst hefur að Showtime (sem Tyson er samningsbundinn) og HBO (sem Lewis er samningsbundinn) séu að semja á laun um bardaga á milli þessara tveggja þungaviktarrisa. Ekki er útlilokað að barist verði um WBC beltið en WBC sambandið er enn óákveðið um hvort það eigi að samþykkja Rahman VS Nielsen, en Brian Nielsen er langt frá allri topplistun hjá öllum samböndunum. Ef að WBC ákveður að samþykkja bardagan ekki getur að gripið til þess að svipta Rahman beltinu og láta efstu áskorendur WBC berjast um það, en það eru einmitt Tyson og Lewis. Við skulum vona að eitthvað verði úr þessu því að þótt bæði Lewis og Tyson séu titillausir þá eru þeir óumdeildir toppar í þessum þyngdarflokki!