De La Hoya VS Castillejo
Oscar De La Hoya mun snú aftur þann 23. Júní gegn WBC létt millivigtar meistaranum Javier Castillejo. Þetta er 5. þyngdarflokkurinn sem De La Hoya freistar að verða meistari í en hann er fyrrverandi meistari í 4 þyngdarflokkum. De La Hoya segir að hann freisti þess að hefna fyrir 2 töp sín gegn Shane Mosley og Felix Trinidad, en bardaginn við hinn síðarnefnda var heldur betur umdeildur. Castillejo segir að hann ætli að gera De La Hoya lífið mjög leitt þetta kvöld og segir að De La Hoya vanmeti hversu erfitt er að færa sig upp um þyngdarflokk því að munurinn á kraftinum og höggþyngdinni sé mikill og ætlar hann að nýta sér þetta sér í hag. Það verður spennandi að sjá hvort De La Hoya hefur náð fullri einbeitingu aftur eftir tap sitt gegn Mosley en hann hefur verið talsvert gagnrýndur upp á síkastið fyrir að sinna ekki íþrótt sinni sem skyldi, meðal annars gaf hann út geisladisk og hefur verið iðinn við að mæta á ýmsar tónlistahátíðir.